Author Archives: Kjartan Maack

Þriðjudagsmót TR – Atskák fyrir 1900+

20180909_150243

Taflfélag Reykjavíkur hyggst halda vikuleg atskákmót á þriðjudagskvöldum fyrir skákmenn með 1900 skákstig eða meira. Með þessu vill félagið koma til móts við þær fjölmörgu raddir í skáksamfélaginu sem óskað hafa eftir fleiri atskákmótum. Tefldar verða fjórar umferðir með umhugsunartímanum 15 mínútur á skák og bætast 5 sekúndur við eftir hvern leik (15m+5s). Mótin eru opin öllum sem uppfylla stigalágmarkið. Mótin ...

Lesa meira »

Unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 17.mars

20180225_162539_001

Unglingameistaramót Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 17. mars í skákhöll T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14 og stendur til kl.18. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s). Þátttaka er ókeypis. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð ...

Lesa meira »

Þrír efstir á Öðlingamótinu eftir fjórar umferðir

20190227_193301

Eftir þrjár umferðir voru tveir skákforkar efstir og jafnir með þrjá vinninga af þremur mögulegum á Öðlingamóti TR. Það voru þeir Þorvarður Ólafsson og Jóhann Ingvason sem báðir unnu með svart. Áhugavert var að í þriðju umferð mættust bara einstaklingar með jafnmarga vinninga. Síðastliðið miðvikudagskvöld mættust í 4.umferð þeir Þorvarður og Jóhann og endaði sú skák með jafntefli. Á öðru ...

Lesa meira »

Teflt yfir náttmál á Öðlingamóti TR

20190213_195748

Skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir. Vindöld, vargöld, áður veröld steypist, mun engi maður öðrum þyrma (úr Völuspá). Þessi kveðskapur lýsir vel skákum annarrar umferðar Öðlingamóts TR. Þar kepptust á skákgarpar sem eiga það sameiginlegt að vera komnir á hinn fræga viskualdur, en þá tekur heilinn út mikinn þroska sem skilar sér í meiri skilningi á manntaflinu. Af skákunum 22 enduðu þær flestar eftir ...

Lesa meira »

Að loknu 88.Skákþingi Reykjavíkur

20190127_140950

Skákþing Reykjavíkur var fyrst haldið árið 1932. Þá fór með sigur úr býtum hinn sexfaldi Íslandsmeistari Ásmundur Ásgeirsson. Síðan þá hafa margir af fremstu skákmönnum þjóðarinnar hampað Reykjavíkurmeistaratitlinum, enginn þó oftar en stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson og alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson; alls sjö sinnum. Á meðal annarra sigurvegara eru stórmeistararnir Friðrik Ólafsson (1960, 1963, 1975), Margeir Pétursson (1980), Helgi Ólafsson (1976, ...

Lesa meira »

Háteigsskóli og Laugalækjarskóli Reykjavíkurmeistarar grunnskóla

20190205_183437

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram dagana 4.-5.febrúar í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Mótið hefur um árabil verið samvinnuverkefni Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Teflt var í þremur flokkum; 1.-3. bekk, 4.-7. bekk og 8.-10. bekk. Háteigsskóli vann tvöfalt í yngri flokkunum og í flokki 8.-10. bekkjar hreppti Laugalækjarskóli gullið. Það var fríður flokkur barna sem reið á vaðið í yngsta ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson er Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2019

20190206_201607

Guðmundur Kjartansson bætti enn einum titilinum í safnið er hann varð efstur á Hraðskákmóti Reykjavíkur. Þau úrslit urðu þó ekki ljós fyrr en í 11. og síðustu umferð því Guðmundur og Vignir Vatnar Stefánsson voru báðir á miklum spretti. Guðmundur hafði forystu fram að 6. umferð, eftir að Vignir gerði snemma jafntefli við Guðna Stefán Pétursson. Í 6. umferðinni bætti ...

Lesa meira »

SÞR#9: Hjörvar Steinn Grétarsson er Skákmeistari Reykjavíkur 2019

IMG_0053

Fyrr í dag tryggði Hjörvar Steinn Grétarsson sér nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur 2019 er hann lagði Þorvarð F. Ólafsson að velli í lokaumferð Skákþings Reykjavíkur. Hjörvar Steinn hlaut 8 vinninga í skákunum níu, hálfum vinning meira en Guðmundur Kjartansson sem hreppti 2.sætið með 7,5 vinning. Guðmundur vann Sigurbjörn Björnsson í hörkuskák í lokaumferðinni. Baráttan um 3.sætið var spennandi því þrír skákmenn ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur haldið miðvikudaginn 6.febrúar

20190127_140950

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 miðvikudaginn 6.febrúar og hefst taflið kl.19:30. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er opið öllum. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri. Skráning fer fram á skákstað ...

Lesa meira »

SÞR#8: Hjörvar Steinn efstur fyrir lokaumferðina

20190130_201322

Orrustur 8.umferðar Skákþings Reykjavíkur voru margar hverjar leiftrandi skemmtilegar. Í raun var atgangurinn á taflborðunum engu minni en í umferðinni á undan þó fjöldi jafntefla hafi verið fjórfalt fleiri. Toppbaráttan breyttist lítið að öðru leyti en að nokkrir keppendur hafa bæst í hóp þeirra sem eygja von um 3.sætið. Topporrusta 8.umferðar fór fram á 1.borði. Hjörvar Steinn Grétarsson (2560) stýrði ...

Lesa meira »

SÞR#7: Blásið í herlúðra; Titilhafar á toppnum

20190127_140950

Síðastliðinn sunnudag var 7.umferð Skákþings Reykjavíkur tefld og mættu keppendur til leiks með alvæpni. Vopnaðir teoríum og taktík settust þrekmiklir hugsuðir við taflborðin og blésu strax í herlúðra. Ekkert var gefið eftir. Engin miskunn. Föngum var ekki hlíft. Það eina sem vantaði var stríðsmálningin. Alls voru tefldar 29 skákir í 7.umferð og enduðu aðeins þrjár þeirra með jafntefli. Hróðugir sigurvegarar stóðu upp ...

Lesa meira »

SÞR#6: Hjörvar Steinn Grétarsson efstur

20190120_132544

Það gekk á ýmsu á taflborðunum í Faxafeni 12 er sjötta umferð Skákþings Reykjavíkur var tefld. Sigrar efstu manna voru ekki allir sannfærandi en það er ekki spurt að því þegar vinningar eru taldir. Að lokinni sjöttu umferð er Hjörvar Steinn Grétarsson (2560) einn efstur með 5,5 vinning. Í humátt á eftir stórmeistaranum koma Guðmundur Kjartansson (2424) og Sigurbjörn Björnsson (2296) ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram 4.-5.febrúar

20180212_175948

Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst í húsnæði TR að Faxafeni 12 mánudaginn 4. febrúar kl. 16.30 með keppni 1.-3. bekkjar. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar fer fram daginn eftir, þriðjudaginn 5. febrúar. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum ...

Lesa meira »

SÞR#5: Allt á suðupunkti í toppbaráttu Skákþings Reykjavíkur

20190120_132544

Mikil barátta einkenndi 5.umferð Skákþings Reykjavíkur sem tefld var síðastliðinn sunnudag. Í uppgjöri efstu manna hafði Davíð Kjartansson (2403) betur gegn Sigurbirni Björnssyni (2296) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2560) og Vignir Vatnar Stefánsson (2248) klifu í toppsætið með góðum sigrum. Þá vann Guðmundur Kjartansson (2424) skák sína gegn Birni Hólm Birkissyni (2078) og er því aðeins hálfum vinningi á eftir ...

Lesa meira »

SÞR#4: Sigurbjörn Björnsson einn efstur

20190117_095921

Línur skýrðust í toppbaráttu Skákþings Reykjavíkur í gærkvöldi er 4.umferð var tefld. FM Sigurbjörn Björnsson (2296) gaf engin grið á efsta borði og situr nú einn á toppnum með fullt hús vinninga. Fjórir vaskir skákmenn fylgja honum eins og skugginn með 3,5 vinning. Sigurbjörn tefldi hraustlega gegn stórmeistara kvenna og stigahæstu skákkonu landsins, og sá Lenka Ptacnikova (2187) sig knúna ...

Lesa meira »

SÞR#3: Þrír með fullt hús

20190107_193233[1]

Að loknum þremur umferðum á Skákþingi Reykjavíkur eru þrír skákmenn með fullt hús. Mikil spenna var á fyrsta borði hvar Skákmeistari Reykjavíkur, Stefán Bergsson (2172), mætti stórmeistaranum Hjörvari Steini Grétarssyni (2560) í spennandi viðureign. Skákinni lauk með þráskák í athygliverðri stöðu þar sem Stefán hafði öflugar bætur fyrir skiptamun og stóðu öll spjót að kóngi stórmeistarans. Stefán og Hjörvar Steinn ...

Lesa meira »

Kröftug byrjun ungu kynslóðarinnar á Skákþingi Reykjavíkur

20190109_194314

Skákþing Reykjavíkur, hið 88. í röðinni, er hafið. Fjöldi þátttakenda er sá sami og fjöldi reita skákborðsins. Alls 64 þátttakendur leiða því saman riddara sína næstu vikurnar í þessu sögufræga skákmóti sem flestir af bestu skákmönnum Íslands fyrr og síðar hafa unnið. [innskot ritstjóra: Glöggir lesendur kunna að hafa talið nöfnin á þátttakendalistanum og fengið út töluna 63. Er þeim góðfúslega ...

Lesa meira »

Skákæfingar TR á vorönn 2019 – skráning hafin!

TR_Hópmynd

Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur eru fjölbreyttar og sérstaklega hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna og unglinga. Á æfingum félagsins fá nemendur markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem nýtist þeim sem grunnur að framförum í skáklistinni. Sem fyrr er þjálfarateymi félagsins skipað mörgum af reynslumestu skákkennurum landsins. Skákkennsla á vorönn 2019 verður með hefðbundnu sniði frá því sem verið hefur ...

Lesa meira »

Fjörug toppbarátta á Jólahraðskákmóti TR

20181227_221051

Hún var einkar fjörug toppbaráttan á Jólahraðskákmóti TR að þessu sinni. Fyrir lokaumferð mótsins var formaður TR, Kjartan Maack, einn efstur með 7 vinninga. Þá kom til skjalanna ritari TR, Gauti Páll Jónsson, sem stýrði hvítu mönnunum til sigurs gegn formanninum í lokaumferðinni og setti þar með toppbaráttuna í uppnám. Grípa þurfti til reiknikúnsta til að skera úr um sigurvegara mótsins því fjórir luku ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót TR fimmtudaginn 27.desember

20171228_210651

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið fimmtudaginn 27. desember og hefst taflið klukkan 19:30. Tefldar verða 9 umferðir og verður umhugsunartíminn 4 mínútur á skák auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Teflt verður í húsnæði TR að Faxafeni 12. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þátttökugjald er 1.000kr (greiðist með reiðufé á staðnum). Frítt er fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ...

Lesa meira »