Fjölmennt fjölskylduskákmót á jólaæfingu TRLaugardaginn 10. desember var haldin hin eina og sanna Jólaskákæfing TR. Jólaskákæfingin ár hvert er uppskeruhátíð haustannarinnar og krakkarnir bregða þá á leik með fjölskyldunni í skemmtilegri liðakeppni.

Jólaskákæfingin í dag var sameiginleg fyrir alla skákhópana sem hafa verið í gangi í haust, byrjendahópinn, stelpuhópinn, laugardagsæfingahópinn og afrekshópa A og B. Fjölskylduskákmótið, sem er tveggja manna liðakeppni, var fyrst á dagskrá. Krökkunum hafði verið boðið upp á að taka einhvern fjölskyldumeðlim með sér á jólaskákæfinguna og mynda lið.

IMG_4774

Hvorki meira né minna en 33 lið tóku þátt, samtals 67 þátttakendur, og sýndu liðin mikið hugmyndaríki við nafnagiftina, eins og sjá má á þátttakendalistanum hér að neðan! Tefldar voru 5 umferðir með 5 mín. umhugsunartíma. Fóru leikar svo að í fyrsta sæti jöfn urðu liðin Easy win, easy life og Sharks með 9 vinninga af 10 mögulegum. Fimm fyrstu liðin fengu Hátíðarpoka Freyju í verðlaun. En úrslit urðu annars sem hér segir:

1.-2. Easy win, easy life, Bárður Örn og Björn Hólm, 9v.

1.-2. Sharks, Vignir Vatnar Stefánsson og Stefán Már Pétursson, 9v.

3. Stúfur og Kertasníkir, Adam Omarsson og Omar Salama, 7,5v.

4.-5. Möllersfeðgar, Tómas Möller og Agnar Tómas, 7v.

4.-5. Jólahrókarnir, Gylfi Már og Þórir Ben., 7v.

6.-9. Heilögu Ásarnir, Ásthildur Helgadóttir og Helgi Áss Grétarsson, 6v.

6.-9. Bestersen, Einar Tryggvi Petersen og Jakob Alexander Petersen, 6v.

6.-9. Stekkjastaur og Stúfur, Elsa Kristín Arnaldardóttir og Arnaldur Loftsson, 6v.

6.-9. Stubbarnir, Soffía Arndís og Haukur B, 6v.

10.-13. Stúfur og Leppunarlúðinn, Alexander Björnsson og Björn Jónsson, 5,5v.

10.-13. Gluggagægir og Grýla, Jósef Omarsson og Lenka Ptacnikova, 5,5v.

10.-13. Kethrókur, Kristján Orri Hugason og Hugi Ólafsson, 5,5v.

10.-13. Jólakóngarnir, Gabríel Sær og Alexander Már, 5,5v.

14.-23. Jólastúfarnir, Bjartur Þórisson og Benedikt Þórisson, 5v.

14.-23. Skákmeistararnir, Freyja Birkisdóttir og Bárður Guðmundsson, 5v.

14.-23. Mögnuðu Mandarínurnar, Iðunn Helgadóttir og Helgi Pétur, 5v.

14.-23. Álftamýri 56, Bergþóra H. Gunnarsdóttir, Gunnar Fr. Rúnarsson og Sigurður R. Gunnarsson, 5v.

14.-23. Drottningin óstöðvandi, Einar Dagur og Ingvar Wu, 5v.

14.-23. Lárún, Eyrún Lára Sigurjónsdóttir og Lárus H. Bjarnason, 5v.

14.-23. Mislitu biskuparnir, Emil Kári og Kristján Dagur, 5v.

14.-23. Galdraliðið, Einar Helgi og Ásgerður, 5v.

14.-23. Rayano, Rayan og Ammarr, 5v.

14.-23. Jólastuð, Anna Katarina og Jón, 5v.

24. Vinaliðið, Daníel Davíðsson og Annamaría Þorsteinsdóttir, 4,5v.

25.-28. Aðventuriddararnir, Hildur Birna Hermannsdóttir og Hermann Þór Geirsson, 4v.

25.-28. Yoda og jólasveinninn, Markús Hrafn og Skúli.

25.-28. Skáksveinarnir, Ásgeir Valur Kjartansson og Bjarki Dagur Arnarsson, 4v.

25.-28. 23Afl, Mikael Bjarki Heiðarsson og Jón Höskuldsson, 4v.

29. Villti, tryllti riddarinn, Matthías Guðni og Baldur

30.-31. DB8, Dagur Björn Arason og Ari Björnsson

33.-31. Pokémonarnir, Friðrik Ólafur Guðmundsson og Finnur Malmquist

32.-33. Taflliðið, Rigon og Róbert, 2v.

32.-33. Skákliðið, Victor og Dong, 2v.

20161210_154243

Að þessari skemmtilegu liðakeppni lokinni fór fram verðlaunaafhending. Fyrst voru veitt verðlaun (medalíur) fyrir mætingu/ástundun á skákæfingunum á þessari önn í byrjendahópnum, stúlknahópnum og laugardagsæfingahópnum.

Í byrjendahópnum fengu eftirfarandi drengir verðlaun fyrir góða mætingu:

1. Anthony Gia Bao.

2. Daníel Davíðsson og Friðrik Ólafur Guðmundsson Briem.

3. Emil Kári Jónsson, Dagur Björn Arason, Stefán Darri Þorbjargarson og Hlynur Orri Ingólfsson.

20161210_153917

Í stelpuhópnum fengu eftirfarandi stúlkur verðlaun fyrir góða mætingu:

 

Aldursflokkur 6-7 ára, fædd 2009-2010, (1.-2. bekk).

1. Sigurbjörg Birna Þórðardóttir.

2. Gerður Gígja Óttarsdóttir.

 

Aldursflokkur 8-9 ára, fædd 2007-2008, (3.-4. bekk).

1. Katrín María Jónsdóttir.

2. Iðunn Helgadóttir,Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Elsa Kristín Arnaldardóttir.

3. Anna Katarina Jónsdóttir.

 

Aldursflokkur 10-12 ára, fædd 2004-2006, (5.-7. bekk).

1. Ásthildur Helgadóttir.

2. Lísa Mímósa Mímisdóttir.

3. Esther Lind.

20161210_153752

Í laugardagsæfingahópnum fengu eftirfarandi krakkar mætingarverðlaun:

1. Bjartur Þórisson, Benedikt Þórisson, Einar Tryggvi Petersen, og Einar Dagur Brynjarsson.

2. Ottó Bjarki Arnar.

3. Adam Omarsson og Jósef Omarsson, Freyja Birkisdóttir, Rayan Sharifa.

20161210_153533

Því næst fór fram verðlaunaafhendingin fyrir Fjölskylduskákmótið og að lokum var happdrætti, dregið úr skráningarnúmerum liðanna. Í happdrætti voru þrír Freyju Hátíðarpokar og fimm bækur úr bókalager TR, þannig að 8 lið höfðu heppnina með sér! Þá var bara jólahressingin eftir, sem var skemmtilegur lokapunktur á jólaskákæfingunni. Malt og appelsín, piparkökur, súkkulaðibitakökur og vanilluhringir – allt átti þetta vel við á vel heppnaðri jólaæfingu.

Skákstjórar voru Torfi Leósson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Þórir Benediktsson og Kjartan Maack tóku myndir.

Skákæfingarnar hefjast að nýju á nýju ári laugardaginn 8. janúar 2017. Sjáumst þá! Gleðileg jól!

 

Pistill: Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.