Enn gerir Guðmundur jafntefliFimmta jafnteflið í röð hjá Guðmundi Kjartanssyni (2388) á Big Slick mótinu er staðreynd eftir að hann og portúgalski stórmeistarinn, Luis Galego (2454), skildu með skiptan hlut í áttundu umferð sem fram fór í dag.

Guðmundur hefur 2 vinninga og er í níunda sæti fyrir lokaumferðina sem fram fer á morgun en þá mætir hann stigalægsta keppanda flokksins, enska skákmanninum, Peter S. Poobalasingam (2240), en sá hefur reyndar staðið sig vel og er í 5. – 6. sæti með 4 vinninga.

Staðan eftir átta umferðir:

1. Cherniaev, Alexander1 g RUS 2423 * ½ ½ 1 ½ ½ . 1 1 1 6 2580
2. Arkell, Keith C g ENG 2517 ½ * . ½ ½ ½ 1 1 1 ½ 2504
3. Galego, Luis g POR 2454 ½ . * ½ ½ ½ 1 ½ ½ 1 5 2458
4. Slavin, Alexei RUS 2308 0 ½ ½ * ½ . 1 1 ½ 1 5 2480
5. Poobalasingam, Peter S ENG 2240 ½ ½ ½ ½ * ½ 0 1 . ½ 4 2406
6. Gormally, Daniel W g ENG 2487 ½ ½ ½ . ½ * ½ 0 ½ 1 4 2385
7. Rudd, Jack m ENG 2357 . 0 0 0 1 ½ * 0 1 1 2344
8. Ansell, Simon T m ENG 2394 0 0 ½ 0 0 1 1 * ½ . 3 2309
9. Kjartansson, Gudmundur f ISL 2388 0 0 ½ ½ . ½ 0 ½ * ½ 2265
10. Eames, Robert S f ENG 2312 0 ½ 0 0 ½ 0 0 . ½ * 2145

Heimasíða mótsins