Laugardagsæfingar Taflfélags ReykjavíkurMikil aukning hefur orðið á þátttöku á laugardagsæfingum Taflfélagsins það sem af er vetri.  50 krakkar mættu glaðbeittir á skákæfingar félagsins dag, sem hófst með stúlknaæfingu sem stóð frá 12.30 til 13.45 í umsjá Áslaugar Kristinsdóttur.   

 

Klukkan tvö fylltist svo salurinn af skákþyrstum börnum sem tefldu af kappi á æfingamóti sem stóð í klukkustund. Félagsæfing hófst svo eftir að krakkarnir voru búnir að hlaða batteríin með kexi og djús.   Skákkennsla fer fram á félagsæfingunni og í dag voru tví og fráskákir á dagskrá. Nokkrar ódauðlegar perlur úr skáksögunni voru  skoðaðar í þaula, þar sem þessum vopnum hafði verið beitt af mikilli hugkvæmni. Venju samkvæmt fengu allir krakkarnir sem sækja félagsæfingar T.R. skákhefti að gjöf, og sökktu sér af áhuga niður í efnið.

 

Auk þess voru allir krakkarnir úr T.R. sendir heim með boð um að taka þátt í fjölteflinu við einn af ofurstórmeisturum félagsins, Mikhailo Oleksienko sem fer fram 9. október kl. 16 

Nú verður tveggja vikna hlé gert á barnaæfingunum vegna Stórmeistaramóts Félagsins, og Íslandsmóts Taflfélaga.

 

Umsjónamenn með barnaskákæfingunni í dag voru þeir Kjartan Maack og Björn Jónsson

 

Klukkan 16 hófst svo æfing hjá afrekshóp félagsins í umsjá Torfa Leóssonar.  Æfingar hjá afrekshópnum fara fram tvisvar í viku, á laugardögum og þriðjudögum.