Nýtt mót á dagskrá, Páskahraðskákmót TR! Páskahraðskákmót TR fer fram laugardaginn 16. apríl klukkan 13:00. Tefldar verða 11. umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Þáttökugjöld: 1000 krónur, 500 krónur fyrir 17 ára og yngri og ókeypis fyrir 17 ára og yngri í TR og alla alþjóðlega- og stórmeistara. Skráning fer fram á netinu, en hægt er að skrá sig í ...
Lesa meira »Author Archives: Gauti Páll Jónsson
TR á Íslandsmóti Skákfélaga 2021-2022!
Pistill TR á Íslandsmóti Skákfélaga vorið 2022! Úrvalsdeild TR var í toppbaráttunni fyrir seinni hlutann en margir höfðu þó spáð Garðbæingum sigri, með sterku blölduðu liði Íslendinga, og sænskra skákmanna í yngri kantinum. Það var samt margt sem átti eftir að breytast þegar kom að seinni hlutanum. Garðbæingar bættu við sig einum sterkum skákmanni, Víkingar mættu mun þéttari til leiks ...
Lesa meira »Justin Sarkar með fullt hús á Þriðjudagsmóti
Bandaríski alþjóðlegi meistarinn Justin Sarkar vann sannfærandi sigur með fullu húsi á Þriðjudagsmótinu 12. apríl síðastliðinn. Fyr um daginn hafði galopna Reykjavíkurskákmótið klárast og fáeinir skákþyrstir kappar mættu til leiks nánast beint eftir lokahófið: Justin Sarkar, Vitaliy Garbuz, Raphael Kracht og Max Peter Bartetlt, en þeir þrír síðastnefndu eru þýskir skákmenn um tvítugt. Í bland við erlendu gestina tóku þátt ...
Lesa meira »Æfing í fullorðinsflokki fellur niður í kvöld
Æfing í fullorðinsflokki fellur niður í kvöld, næsta æfing í flokki I verður eftir hálfan mánuð.
Lesa meira »Öruggir Reykjavíkurmeistarar í móti með jöfnu kynjahlutfalli
Kynjahlutföll voru jöfn í fyrsta sinn á Barna- og Unglingameistaramóti Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramóti Reykjavíkur og fer mótið í sögubækurnar fyrir vikið, en 15 tóku þátt í hvoru móti, sem fram fór í dag í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni. Krakkar á öllum aldri háðu orrustu á reitunum 64 og voru sérstaklega áberandi hópar krakka úr Taflfélagi Reykjavíkur og úr Skákdeild ...
Lesa meira »Arnar Ingi efstur á Þriðjudagsmóti!
Arnar Ingi Njarðarson kom sá og sigraði á Þriðjudagsmótinu 29. mars. En tæpt var það! Eftir mikinn hörkusigur í lokaumferðinni gegn Hjálmari Sigurvaldasyni þurfti hann að treysta á góð úrslit fyrir sig á borðunum í kring, og það gekk eftir. Jafntefli milli efstu manna á borðum eitt og tvö: Annars vegar í skák Ingvars Wu og Kristófers Orra, og ...
Lesa meira »Friðrik Ólafsson með fyrirlestur á fimmtudag!
Opið hús í TR, Faxafeni 12, fimmtudagskvöldið 31. mars klukkan 19:30. Þá heldur Friðrik Ólafsson fyrirlestur sinn á skákæfingum fullorðinna sem haldnar hafa verið frá því síðasta haust. Fyrirlestur Friðriks verður þó öllum opinn. Streymt verður frá fyrirlestrinum þannig að þeir sem komast ekki geta fylgst með á netinu. Hlekkur á streymið verður settur hér í fréttina, bæði á skak.is ...
Lesa meira »Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram 3. apríl!
Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram 3. apríl. Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 3. apríl í skákhöll T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13 og stendur til kl.17 c.a. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s). Þátttaka er ókeypis. Mótið verður reiknað ...
Lesa meira »Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram 4.-5. apríl
Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst í húsnæði TR að Faxafeni 12 mánudaginn 4. apríl kl. 16.30 með keppni 1.-3. bekkjar. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar fer fram daginn eftir, þriðjudaginn 5. apríl. Tefldar verða ...
Lesa meira »Bikarsyrpa IV (25-27. mars 2022)
Helgina 25-27. mars fer fram næsta mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er fjórða mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2021-22. Tefldar verða 7 kappskákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur, Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja tefla ...
Lesa meira »Ólafur B. Þórsson efstur á Þriðjudagsmóti – 30 þáttakendur
Mettþáttaka var á Þriðjudagsmóti TR þann 15. mars, en 30 manns mættu til leiks. Toppurinn var þéttur, en fyrir lokaumferðina voru átta skákmenn með þrjá vinninga og tveir skákmenn með tvo vinninga, þeir Daði Ómarsson og Ólafur B. Þórsson. Ólafur vann þá skák og tryggði sér því fyrsta sætið. Fimm skákmenn hlutu fjóra vinninga, Daði, Björgvin Ívarsson Schram, Gauti Páll ...
Lesa meira »Gauti Páll með fullt hús á fjölmennu Þriðjudagsmóti
25 manns mættu á Þriðjudagsmótið þann 8. mars. Eftir fimm umferðir var það mótshaldarinn sjálfur einn efstur með fullt hús eins og hendir stundum. Tveir skákmenn fengu fjóra vinninga af fimm, Daði Ómarsson og Grímur Daníelsson. Ótrúlegt en satt þá tefldi Gauti Páll við hvorugan þeirra! Gauti Páll lenti hins vegar í því tvisvar sinnum að stýra hvítu mönnunum gegn ...
Lesa meira »Taflfélag Reykjavíkur Íslandsmeistarar Skákfélaga 2022!
TR varð um helgina Íslandsmeistar Skákfélaga 2021-2022 með sögulegum sigri í hinni nýstofnuðu úrvalsdeild! Glæsilegur og verðskuldaður árangur! Nánari skil verða gerð mótinu í Tímaritinu Skák sem kemur út í apríl, og pistill um árangur einstakra TR liða og félagsmanna verður birtur hér á heimasíðunni á næstu dögum. TR sendi sjö lið til leiks, langflest allra félaga. B liðið heldur sínu sæti ...
Lesa meira »Þriðjudagsmót í kvöld fellur niður
Þriðjudagsmót sem hefði átt að vera í kvöld, 1. mars, fellur niður vegna undirbúnings TR fyrir Íslandsmót skákfélaga sem verður næstkomandi helgi. Næsta Þriðjudagsmót verður því 8. mars, klukkan 19:30 stundvíslega í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Telfdar eru fimm umferðir með tímamörkunum 10 mín og 5 sekúndna viðbót fyrir hvern leik. Mótinu lýkur yfirleitt um eða upp úr 22:00.
Lesa meira »Öðlingamótið hefst á morgun, Yrðlingamóti aflýst
Skákmót öðlinga 40 ára og eldri (fædd 1982 og fyr) hefst miðvikudaginn 2. mars kl. 18.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Róbert Lagerman. Dagskrá 1. umferð miðvikudag 2. mars kl. 18.30 2. umferð miðvikudag 9. mars kl. ...
Lesa meira »Hraðskákmót Reykjavíkur verður 23. febrúar!
Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 miðvikudaginn 23. febrúar og hefst taflið kl.18:30. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er opið öllum. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri. Skráning fer fram á ...
Lesa meira »Kristófer Orri með fullt hús á Þriðjudagsmóti!
Einn af nýliðunum í íslenskri skákseni, hinn ungi Kristófer Orri Guðmundsson, gerði sér lítið fyrir og vann Þriðjudagsmótið þann 8. febrúar. Féllu margir sterkir skákmenn í valinn, þar á meðal stórmeistarabaninn og mótshaldarinn Gauti Páll! Kristófer er grjótharður skákmaður en byrjaði ekki að tefla yfir borðinu fyrr en í desember. Sex af tólf þáttekendum kvöldsins stigalausir! TR fagnar nýliðunum á ...
Lesa meira »Skákþing Reykjavíkur hefst á miðvikudag! NÝTT SKRÁNINGARFORM
Skákþing Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 2. febrúar kl. 18.30. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra við upphaf umferðarinnar á undan. Ef taka á yfirsetu í 1. umferð skal merkja við það á neðangreindu skráningarformi. Hálfur vinningur fæst fyrir yfirsetu. Ekki ...
Lesa meira »Gauti Páll með fullt hús á Þriðjudagsmóti
Gauti Páll Jónsson vann allar sínar skákir fimm að tölu á Þriðjudagsmótinu þann 25. janúar en það mátti þó ekki tæpara standa, þrír af fimm vinningum komu í hús í strembnum endatöflum. Karpov talaði um að það fyrsta sem aður ætti að stúdera í skák væru peðsendatöfl. Það er ályktun mótshaldara að það sé alveg hárrétt. Næstur í röðinni með fjóra ...
Lesa meira »Gauti Páll með þriðjudagstvennu!
Gauti Páll nældi sér í þriðjudagstvennu, með sigri tvær vikur í röð, en öllu var því tæpara í þetta skiptið. Mótið fór fram þann 11. janúar síðastiðinn. Hentug úrslit á borðunum í kring fyrir hann í lokaumferðunum tryggðu sigurinn, en Gauti tapaði í miðju móti gegn hinum skeinuhætta Halldóri Kristjánssyni. Gauti vann aðra andstæðinga sína og fékk því fjóra vinninga ...
Lesa meira »