Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Góður árangur TR – liða á Íslandsmóti unglingasveita

TR_Hópmynd

Íslandsmót unglingasveita 2018 fór fram í Garðaskóla í Garðabæ í dag, 8. desember. Alls tóku 18 lið þátt frá fimm skákfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Taflfélag Reykjavíkur átti þar flest liðin, sjö að tölu. Fjölnir tefldi fram fjórum liðum, Skáksamband Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjanes var með þrjú lið, Huginn var með tvö lið og Víkingaklúbburinn tvö lið. Krakkarnir úr TR stóðu sig ...

Lesa meira »

TR: Íslandsmót skákfélaga – fyrri hluti

20181110_173115

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla helgina 8.-11.nóvember. Taflfélag Reykjavíkur sendi sex sveitir til leiks. Nokkra burðarása vantaði í A-sveit félagsins og því reyndist henni erfitt að halda í við sterkustu lið landsins. B-sveitin átti við ramman reip að draga eins og við var að búast enda næststigalægsta sveit efstu deildar, en sýndi engu að síður mikið baráttuþrek ...

Lesa meira »

Jólaskákæfing barna í TR fer fram sunnudaginn 9.desember

20171208_191420

Hin árlega Jólaskákæfing verður haldin sunnudaginn 9.desember kl.13:00-15:30. Æfingin markar lok haustannarinnar og er því jafnframt uppskeruhátíð barnanna sem lagt hafa hart að sér við taflborðin undanfarnar vikur og mánuði. Veitt verða verðlaun fyrir ástundun á haustönn í byrjendaflokki, stúlknaflokki og framhaldsflokki. Öll börn og unglingar úr öllum skákhópum TR eru velkomin á þessa sameiginlegu jólaskákæfingu. Æfingin er einskonar fjölskylduskákmót þar ...

Lesa meira »

Haraldur Haraldsson sigurvegari U-2000 mótsins

20181128_194747

Haraldur Haraldsson (1958) stóð uppi sem sigurvegari í U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk sl. miðvikudagskvöld. Haraldur hlaut 6,5 vinning úr skákunum sjö, líkt og Sigurjón Haraldsson (1765), en var sjónarmun ofar á mótsstigum. Voru þeir félagar í nokkrum sérflokki allt mótið sem sést ágætlega á því að 1,5 vinningur var í næstu keppendur og þá hefur það ekki gerst ...

Lesa meira »

Háteigsskóli vann tvöfalt á Jólamóti SFS og TR

20181125_114909

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkurborgar var haldið sunnudaginn 25.nóvember í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Sem fyrr var mótið samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Alls tefldu 28 skáksveitir í mótinu frá 13 skólum og var mótið þrískipt líkt og árið á undan; 1-3.bekkur, 4-7.bekkur og 8-10.bekkur. 1.-3.bekkur Ung börn og forráðamenn þeirra streymdu í skáksalinn fyrir sólarupprás síðastliðinn sunnudag. Börnin sem ...

Lesa meira »

U-2000 mótið: Haraldur og Sigurjón efstir – spennandi lokaumferð framundan

20181121_194626

Það var hart barist í sjöttu og næstsíðustu umferð U-2000 móts Taflfélags Reykjavíkur sem fór fram í gærkveld. Línur hafa skýrst að mörgu leyti þrátt fyrir að toppbaráttan sé enn hörð en efstir og jafnir með 5,5 vinning eru Haraldur Haraldsson (1958), sem sigraði Helga Pétur Gunnarsson (1711), og Sigurjón Haraldsson (1765) sem lagði Björgvin Jónas Hauksson (1744) í snarpri ...

Lesa meira »

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 25. nóvember

20171203_124215

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur verður haldið í húsnæði TR að Faxafeni 12 sunnudaginn 25. nóvember. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3.bekkur, 4.-7.bekkur og 8.-10 bekkur. Tefldar verða 6 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bætast 3 sekúndur við eftir hvern leik (5+3). Allir grunnskólar ...

Lesa meira »

U-2000 mótið: Fimm á toppnum og óvænt úrslit

20181107_193631

Það urðu heldur betur sviptingar í toppbaráttu U-2000 mótsins þegar úrslit fjórðu umferðar lágu fyrir seint í gærkveld. Efstu menn, Haraldur Haraldsson (1958) og Sigurjón Haraldsson (1765), gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign og þau úrslit nýttu þrír aðrir keppendur sér til að komast upp að hlið þeirra. Jon Olav Fivelstad (1928) sigraði Batel Goitom Haile (1582), Ingvar Egill Vignisson (1647) ...

Lesa meira »

Deildó-fundur Taflfélags Reykjavíkur

20180909_150243

Taflfélag Reykjavíkur boðar til skákfundar í sal félagsins þriðjudaginn 6.nóvember kl.19:30 í tilefni þess að um næstu helgi hefst Íslandsmót skákfélaga. Ætlunin er að stilla saman strengi og blása mönnum móð í brjóst fyrir komandi átök. Sett verður upp létt hraðskákmót til að mýkja taflfingur og kaffibrúsar verða fylltir. Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna!

Lesa meira »

Adam Unglingameistari TR 2018; Batel Stúlknameistari

20181104_163321

Vel var mætt í húsakynni Taflfélags Reykjavíkur í dag, er fram fór Barna- og unglingameistaramót félagsins, sem og Stúlknameistaramót félagsins. Þetta eru tvö aðskilin mót sem tefld eru á sama tíma síðla hausts. Í dag voru 25 þátttakendur í Barna- og unglingameistaramótinu og 12 í Stúlknameistaramótinu, sem telst prýðisgóð þátttaka miðað við fyrri ár. Það þýðir jafnframt að þriðjungur þátttakenda ...

Lesa meira »

U-2000 mótið: Haraldur og Sigurjón efstir með fullt hús

20181017_211502

Að loknum þremur umferðum í U-2000 móti TR eru Haraldur Haraldsson (1958) og Sigurjón Haraldsson (1765) efstir og jafnir með fullt hús vinninga. Í þriðju umferð sigraði Haraldur Björgvin Jónas Hauksson (1744) en Sigurjón hafði betur gegn Hjálmari Sigurvaldasyni (1509). Fimm keppendur koma næstir með 2,5 vinning, þeirra á meðal Ingvar Egill Vignisson (1647) sem heldur áfram góðu gengi og ...

Lesa meira »

Unglingameistaramót TR fer fram sunnudaginn 4.nóvember

20180926_190440

Unglingameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 4.nóvember í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13.  Tefldar verða 7 umferðir með atskák-tímamörkunum 10+5 (10 mínútur á mann auk 5 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til atskákstiga. Mótið er opið öllum börnum 15 ára og yngri (fædd 2003 og síðar) óháð félagsaðild. Aðgangur er ókeypis. Um miðbik ...

Lesa meira »

Sex skákmenn með fullt hús í U-2000 mótinu

20181024_193554

Önnur umferð U-2000 mótsins fór fram í gærkveld og var hart barist frameftir kvöldi. Á efsta borði gerði Ingvar Egill Vignisson (1647) sér lítið fyrir og sigraði stigahæsta keppanda mótsins, Harald Baldursson (1984), og blandaði sér þannig í hóp þeirra sem hafa fullt hús vinninga að loknum tveimur umferðum. Af öðrum úrslitum má nefna að hin unga og efnilega Batel ...

Lesa meira »

Ingvar Þór Jóhannesson til liðs við TR

IMG_9240

Ingvar Þór Jóhannesson er genginn í raðir uppeldisfélags síns Taflfélags Reykjavíkur á ný eftir nærri 15 ára dvöl hjá öðrum taflfélögum. Ingvar verður félaginu mikill liðsstyrkur, bæði við taflborðin en ekki síður í starfi félagsins þar sem reynsla hans og þekking mun án efa reynast félaginu dýrmæt. Ingvar er Fíde meistari með 2343 skákstig og hefur hann þegar náð tveimur ...

Lesa meira »

U-2000 mótið hófst í gær

1

U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hófst í gærkveld en þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið síðan það var endurvakið fyrir þremur árum. Áður hafði mótið verið haldið fjórum sinnum á árunum 2002-2005 en það hefur mælst vel fyrir hjá skákmönnum og að þessu sinni eru keppendur 39 talsins, þeirra stigahæstir Haraldur Baldursson (1984) og nafni hans Haraldur Haraldsson ...

Lesa meira »

Æskan og ellin XV -þar sem kynslóðirnar mætast- fer fram sunnudaginn 28. október

IMG_9466

  Skákmótið ÆSKAN OG ELLIN, þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í 15. sinn sunnudaginn 28. október nk.  í Skákhöllinni í Faxafeni. TAFLFÉLG REYKJAVÍKUR og RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu með stuðningi TOPPFISKS ehf – leiðandi fyrirtækis í ferskum og frystum sjávarafuðum  – standa saman að mótshaldinu eins og undanfarin ár.  Mótið hefur eflst að vinsældum með árunum og ...

Lesa meira »

U-2000 mótið hefst í kvöld kl. 19.30

20171012_204651

U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 17. október. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Leyfðar eru tvær yfirsetur í umferðum 1-5 sem skal tilkynna skákstjóra fyrir lok umferðarinnar á undan en 1/2 vinningur fæst fyrir ...

Lesa meira »

TR að tafli í Evrópukeppni taflfélaga

Frá skákstað í 3. umferð. Lið TR sést fyrir miðri mynd. Ljósmynd af heimasíðu mótsins.

Taflfélag Reykjavíkur er þessa dagana að tefla í Evrópukeppni taflfélaga í Porto Carras í Grikklandi. Margir af bestu skákmönnum heims tefla á mótinu og þar á meðal er sjálfur heimsmeistarinn, Magnus Carlsen. Lið TR er í 19.sæti í styrkleikaröðinni með meðalstigin 2419. Alls tefla 61 lið í mótinu og er eitt annað íslenskt lið á meðal þátttakenda, Víkingaklúbburinn. Liðsmenn Taflfélags ...

Lesa meira »

U-2000 mótið hefst nk. miðvikudagskvöld

20171108_193423

U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 17. október. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Leyfðar eru tvær yfirsetur í umferðum 1-5 sem skal tilkynna skákstjóra fyrir lok umferðarinnar á undan en 1/2 vinningur fæst fyrir ...

Lesa meira »

Þröstur sigraði á Alþjóðlega geðheilbrigðismótinu

Þrír efstu menn ásamt Róberti Lagerman. Mynd: Heimasíða Vinaskákfélagsins.

Hörður Jónasson, varaforseti Vinaskákfélagsins, skrifar. Í gærkvöldi, 10. október, var haldið eitt af skemmtilegustu skákmótum ársins, þegar Alþjóðlega geðheilbrigðisskákmótið fór fram í skákhöll TR í Faxafeni. Að mótinu stóðu Vinaskákfélagið, Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur og hafa þessi félög átt ánægjulegt samstarf að þessu móti í gegnum árin. Mótið er haldið til að vekja athygli á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum, sem rímar vel ...

Lesa meira »