Author Archives: Þórir

Skákþing Íslands 2009

Landsliðsflokkur Skákþings Íslands fer fram á Bolungarvík dagana 1.-11. september.  Að þessu sinni tekur einn skákmaður úr T.R. þátt en það er hinn nýbakaði alþjóðlegi meistari, Guðmundur Kjartansson.  Mjög spennandi verður að fylgjast með gengi hans en Guðmundur hefur farið hamförum við skákborðið að undanförnu.  Guðmundur etur kappi við 11 aðra skákmenn í lokuðum 12 manna flokki þar sem meðalstigin ...

Lesa meira »

Hjörvar Steinn sigraði á Árbæjarmótinu

Hin árlega skákhátíð Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fór fram í einmunablíðu sl. sunnudag, 16. ágúst.   Venju samkvæmt fór fyrst fram lifandi tafl, en þar öttu kappi Halldór Garðarsson og Kristján Örn Elíasson og lauk skákinni með sigri þess síðarnefnda.   Að loknu hinu velheppnaða lifandi tafli hófst hið árlega Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur.  Þar kom, sá og sigraði ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og T.R. fer fram í dag

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram í dag, sunnudag 16. ágúst. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 7 mín. á skák. Á undan, eða kl.13, fer fram lifandi tafl og stefnir í að það muni fara fram í einmunablíðu. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Stórmótinu, 10.000 kr., 5.000 ...

Lesa meira »

Guðmundur gerði jafntefli í síðustu umferðinni

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), gerði jafntefli við rússneska stórmeistarann, Alexander Potapov (2461), í níundu síðustu umferð Czech Open , sem fram fór í fyrradag. Guðmundur fékk 5,5 vinning og hafnaði í 46.-83. sæti en miðað við stigaútreikning varð hann efstur í þeim í hópi.  Árangur hans samsvarar 2536 skákstigum og græðir hann 33 stig.  Ekki vantaði mikið upp á ...

Lesa meira »

Guðmundur tapaði í 8. umferð á Czech Open

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), tapaði fyrir tyrkneska alþjóðlega meistaranum, Mert Erdogdu (2463), í áttundu umferð á Czech open sem fram fór fyrr í dag.  Þar með er klárt að Guðmundur nær ekki sínum öðrum áfanga að stórmeistaratitili að þessu sinni.  Árangur hans á Czech Open er engu að síður glæsilegur og samsvarar hann 2550 skákstigum og stigagróða upp á ...

Lesa meira »

Guðmundur tapaði í 7. umferð á Czech Open

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), tapaði fyrir Azerbaijanum, Rauf Mamedov (2645), í sjöundu umferð á Czech open sem fram fór fyrr í dag. Guðmundur, sem hafði svart, sá lítið til sólar í skák þar sem stórmeistarinn kom honum sjálfsagt á óvart með því að beita Vínarbragði í byrjuninni.  Guðmundur átti í vök að verjast mestalla skákina og gafst að lokum ...

Lesa meira »

Guðmundur vann í 6. umferð Czech Open

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), var ekki lengi að komast aftur á beinu brautina eftir tap í fimmtu umferð á Czech Open því í þeirri sjöttu lagði hann þýska alþjóðlega meistarann, Michael Thorsten Haub (2483). Guðmundur hafði hvítt og Þjóðverjinn svaraði 1. e4 með g6 sem hefur ekki komið Guðmundi á óvart enda sá þýski þekktur fyrir fátt annað en ...

Lesa meira »

Rombaldoni tókst að stöðva sigurgöngu Guðmundar

Það kom í hlut ítalska alþjóðlega meistarans, Denis Rombaldoni (2465), að leggja alþjóðlega meistarann, Guðmund Kjartansson (2356), loks af velli en Guðmundur tapaði gegn Ítalanum í fimmtu umferð Czech Open sem fram fór í dag. Guðmundur stýrði svörtu mönnunum og tefld var Nimzo-indversk vörn.  Eins og Guðmundar er von og vísa hleypti hann skákinni fljótt upp og snemma tafls var ...

Lesa meira »

Er Guðmundur ósigrandi?

Svo virðist sem alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), geti ekki tapað skák þessa dagana því í dag vann hann enn einn sigurinn þegar hann lagði tékkneska alþjóðlega meistarann, Stepan Zilka (2466), í fjórðu umferð Czech Open. Í skákinni í dag þar sem Guðmundur stýrði svörtu mönnunum kom upp drottningarindversk vörn og opnaðist staðan tiltölulega fljótt.  Guðmundur sótti stíft að Tékkanum ...

Lesa meira »

Guðmundur óstöðvandi – orðinn alþjóðlegur meistari

Guðmundur Kjartansson (2356) rauf í dag 2400 stiga múrinn þegar hann sigraði rússneska alþjóðlega meistarann, Egor Krivoborodov (2442), í þriðju umferð Czech Open 2009.  Hann hefur þarmeð uppfyllt síðasta skilyrðið til að vera formlega útnefndur alþjóðlegur meistari. Stjórn Taflfélags Reykjavíkur óskar Guðmundi innilega til hamingju með titilinn. Í skák Guðmundar í dag, þar sem hann stýrði hvítu mönnunum, var tefldur ...

Lesa meira »

Sigrar í lokaumferð Politiken

Daði Ómarsson (2091) og Atli Antonsson (1720) unnu báðir í tíundu og síðustu umferð Politiken Cup sem fram fór í morgun; Daði vann Norðmanninn,  Andreas Larsen (1968), en sænskur andstæðingur Atla mætti ekki til leiks.  Daði endaði í 82.-126. sæti með 5,5 vinning en hann tapaði tveimur skákum án þess að tefla.  Atli endaði í 213.-246. sæti með 4 vinninga. ...

Lesa meira »

Pistill frá Guðmundi um Skoska meistaramótið

Eftir stórglæsilegan árangur á Skoska meistaramótinu þar sem Guðmundur Kjartansson nældi sér í sinn fyrsta stórmeistaraáfanga hefur hann nú sent frá sér nýjan pistil: Skoska meistaramótið Skoska meistaramótið var haldið í Edinborg dagana 11-19.júlí s.l. Eins og hefur komið fram í fyrri pistlum mínum var mótið opið og alþjóðlegt í ár, og tóku tíu stórmeistarar þátt auk eins alþjóðlegs meistara. ...

Lesa meira »

Guðmundur byrjar af krafti á opna tékkneska

Fide meistarinn og stórmeistarabaninn, Guðmundur Kjartansson (2356), tekur nú þátt á sínu fjórða móti á för sinni erlendis.  Eftir frábæran árangur á Skoska meistaramótinu, þar sem hann landaði sínum fyrsta stórmeistaraáfanga, tekur Guðmundur nú þátt í Czech Open 2009 sem fram fer í Pardubice. Óhætt er að segja að byrjunin lofi góðu því eftir tvær umferðir er Guðmundur með fullt ...

Lesa meira »

Daði og Atli töpuðu í 9. umferð á Politiken

Daði Ómarsson (2091) og Atli Antonsson (1720) töpuðu báðir í níundu umferð Politiken Cup sem fram fór í dag; Daði fyrir Dananum,  Jacob Kaaber (2184), en Atli fyrir Dananum, David Kinch Palvig (1868).  Daði hefur 4,5 vinning í 131.-179. sæti en hann tapaði tveimur skákum án þess að tefla.  Atli er með 3 vinninga í 254.-276. sæti. Alþjóðlegi meistarinn, Bragi ...

Lesa meira »

Sigur og jafntefli í 8. umferð á Politiken

Daði Ómarsson (2091) gerði jafntefli við Danann,  Michael Nguyen (2196), í áttundu umferð Politiken Cup sem fram fór í dag.  Daði hefur 4,5 vinning í 89.-130. sæti en hann tapaði tveimur skákum án þess að tefla. Atli Antonsson (1720) sigraði Danann,  Julius Mølvig (1256), og er með 3 vinninga í 222.-256. sæti. Alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2377), Bjarni Jens Kristinsson ...

Lesa meira »

Daði á siglingu á Politiken

Daði Ómarsson (2091) sigraði Danann,  Preben Nielsen (1929), í sjöundu umferð Politiken Cup sem fram fór í dag.  Daði hefur 4 vinninga í 85.-131. sæti en hann tapaði tveimur skákum án þess að tefla. Atli Antonsson (1720) gerði jafntefli við Danann,  Lene Kuntz (1435), og er með 2 vinninga í 260.-288. sæti. Alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2377) og Bjarni Jens Kristinsson (1985) ...

Lesa meira »

Sigur og tap TR-inga í 6. umferð Politiken

Daði Ómarsson (2091) sigraði Danann, Palle Nielsen (1877), í sjöttu umferð Politiken Cup sem fram fór í dag.  Daði hefur 3 vinninga og er í 129.-191. sæti en hann tapaði tveimur skákum án þess að tefla. Atli Antonsson (1720) tapaði fyrir Þjóðverjanum,  Bergit Brendel (2046), og er með 1,5 vinning í 269.-288. sæti. Alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2377), Bjarni Jens ...

Lesa meira »

Atli vann í 5. umferð Politiken

Atli Antonsson (1720) sigraði Svíann, Hannu L. Edvardsson (1300), í fimmtu umferð Politiken Cup sem fram fór í dag.  Daði Ómarsson (2091) tefldi ekki. Daði er með 2 vinninga 179.-240. sæti en Atli 1,5 vinning í 241.-269. sæti. Alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2377) og Bjarni Jens Kristinsson (1985) unnu sína andstæðinga í dag en Ólafur Gísli Jónsson (1899) tapaði.  Á ...

Lesa meira »

Töp í 4. umferð Politiken Cup

Daði Ómarsson (2091) og Atli Antonsson (1720) töpuðu báðir í fjórðu umferð Politiken Cup sem fram fór fyrr í dag.  Daði gegn danska Fide meistaranum, Tom Petri Petersen (2310), í ótefldri skák samkvæmt heimasíðu mótsins, en Atli gegn Dananum, Morten Nielsen (2006).  Á efstu borðum voru öll úrslit eftir bókinni, þ.e. sá stigahærri sigraði þann stigalægri. Daði er með 2 ...

Lesa meira »

3. umferð Politiken: Daði vann, Atli tapaði

Daði Ómarsson (2091) sigraði Danann, Peter Thomsen (1875), en Atli Antonsson (1720) tapaði fyrir Dananum, Ib V. N. Jensen (1986), í þriðju umferð Politiken Cup sem fram fór í dag.  Daði er með 2 vinninga í 47.-129. sæti en Atli er með 0,5 vinning í 264.-285. sæti. Alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2377), og Ólafur Gísli Jónsson (1899) unnu sínar skákir ...

Lesa meira »