Guðmundur gerði jafntefli í síðustu umferðinni



Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), gerði jafntefli við rússneska stórmeistarann, Alexander Potapov (2461), í níundu síðustu umferð Czech Open , sem fram fór í fyrradag.

Guðmundur fékk 5,5 vinning og hafnaði í 46.-83. sæti en miðað við stigaútreikning varð hann efstur í þeim í hópi.  Árangur hans samsvarar 2536 skákstigum og græðir hann 33 stig.  Ekki vantaði mikið upp á að hann næði sínum öðrum áfanga að stórmeistaratitli.

Sigurvegari með 8 vinninga varð úkraínski stórmeistarinn, Anton Korobov (2623), en annar með 7,5 vinning varð stórmeistarinn, Martyn Kravtsiv (2527), einnig frá Úkraínu.  Fjórir skákmenn komiu næstir með 7 vinninga.

Guðmundur tefldi í opnum a-flokki þar sem 295 skákmenn tóku þátt en hann var númer 109 í röðinni.  Stigahæstur var Azerbaijinn, Rauf Mamedov (2645).

Heimasíða mótsins

Chess-Results

Skákir til niðurhals