Guðmundur byrjar af krafti á opna tékkneskaFide meistarinn og stórmeistarabaninn, Guðmundur Kjartansson (2356), tekur nú þátt á sínu fjórða móti á för sinni erlendis.  Eftir frábæran árangur á Skoska meistaramótinu, þar sem hann landaði sínum fyrsta stórmeistaraáfanga, tekur Guðmundur nú þátt í Czech Open 2009 sem fram fer í Pardubice.

Óhætt er að segja að byrjunin lofi góðu því eftir tvær umferðir er Guðmundur með fullt hús en í annarri umferð lagði hann tékkneska stórmeistarann, Vigen Mirumian (2506), með svörtu mönnunum.  Í fyrstu umferð sigraði hann þýska skákmanninn, Maxim Korman (2172).

Í þriðju umferð, sem fer fram á morgun kl. 13, mætir Guðmundur rússneska alþjóðlega meistaranum, Egor Krivoborodov (2442).  Skákin verður í beinni útsendingu á heimasíðu mótsins.

Guðmundur teflir í opnum a-flokki þar sem 295 skákmenn taka þátt en hann er númer 109 í röðinni.  Stigahæstur er Azerbaijinn, Rauf Mamedov (2645).

Heimasíða mótsins

Skákirnar í beinni

Chess-Results

Skákir til niðurhals