Guðmundur tapaði í 7. umferð á Czech OpenAlþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), tapaði fyrir Azerbaijanum, Rauf Mamedov (2645), í sjöundu umferð á Czech open sem fram fór fyrr í dag.

Guðmundur, sem hafði svart, sá lítið til sólar í skák þar sem stórmeistarinn kom honum sjálfsagt á óvart með því að beita Vínarbragði í byrjuninni.  Guðmundur átti í vök að verjast mestalla skákina og gafst að lokum upp eftir 39 leiki þegar sókn hvíts var orðin óstöðvandi.

Árangur Guðmundar er þó enn með eindæmum góður en hann svarar að svo stöddu 2612 skákstigum og 36 stigum í gróða.  Ef hann heldur dampi í síðustu tveim umferðunum eru allar líkur á að hann nái sínum öðrum stórmeistaraáfanga.

Guðmundur er sem stendur með 5 vinninga í 11.-37. sæti en í áttundu og næstsíðustu umferð sem hefst á morgun kl. 13 mætir hann tyrkneska alþjóðlega meistaranum, Mert Erdogdu (2463), og stýrir hvítu mönnunum.  Að þessu sinni teflir Guðmundur ekki á einu af efstu borðunum og verður skák hans því ekki sýnd beint.

Guðmundur teflir í opnum a-flokki þar sem 295 skákmenn taka þátt en hann er númer 109 í röðinni.  Stigahæstur er Azerbaijinn, Rauf Mamedov (2645).

Heimasíða mótsins

Skákirnar í beinni

Chess-Results

Skákir til niðurhals