Guðmundur tapaði í 8. umferð á Czech OpenAlþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), tapaði fyrir tyrkneska alþjóðlega meistaranum, Mert Erdogdu (2463), í áttundu umferð á Czech open sem fram fór fyrr í dag.  Þar með er klárt að Guðmundur nær ekki sínum öðrum áfanga að stórmeistaratitili að þessu sinni.  Árangur hans á Czech Open er engu að síður glæsilegur og samsvarar hann 2550 skákstigum og stigagróða upp á 31 stig.

Guðmundur er í 41.-81. sæti með 5 vinninga.  Í níundu og síðustu umferð, sem hefst á morgun kl. 13, hefur hann svart gegn rússneska stórmeistaranum, Alexander Potapov (2461).

Guðmundur teflir í opnum a-flokki þar sem 295 skákmenn taka þátt en hann er númer 109 í röðinni.  Stigahæstur er Azerbaijinn, Rauf Mamedov (2645).

Heimasíða mótsins

Skákirnar í beinni

Chess-Results

Skákir til niðurhals