Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. september

20180909_150243

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2019 hefst sunnudaginn 8. september kl. 13:00. Mótið, sem var fyrst haldið árið 1934, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Þorvarður F. Ólafsson. Sigurvegari Haustmótsins ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar og Ólafur B. sigurvegarar Borgarskákmótsins

Verðlaunahafar Borgarskákmótsins 2019. Hannes Hlífar varð að drífa sig eftir mót og baðst því undan myndatöku.

Vignir Vatnar Stefánsson (Olís) og Ólafur B. Þórsson (Grillhúsið) komu fyrstir í mark á 34. Borgarskákmóti Reykjavíkur sem fór fram í Ráðhúsi borgarinnar í gær miðvikudag. Báðir fengu þeir 6 vinninga úr skákunum sjö og hlýtur Vignir fyrsta sætið eftir útreikning mótsstiga (tiebreaks). Jafnir í 3.-4. sæti með 5,5 vinnig urðu Daði Ómarsson (Kaupfélag Skagfirðinga) og stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson ...

Lesa meira »

Borgarskákmótið haldið miðvikudaginn 21.ágúst kl.16

20170814_162417

Borgarskákmótið fer fram miðvikudaginn 21. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Líkt og undanfarin ár fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn að mótinu. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik (4+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið. Þátttaka er ókeypis en skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn). Skákmenn ...

Lesa meira »

Mótaáætlun TR 2019-2020

1234

Mótaáætlun Taflfélags Reykjavíkur fyrir komandi starfsár liggur nú fyrir og má nálgast á stikunni hér fyrir ofan. Dagskráin verður með svipuðu sniði og í fyrra en alls heldur félagið ríflega 60 skákmót og viðburði og munar þar mest um þriðjudagsmótin sem verða keyrð á fullu í allan vetur. Níu kappskákmót verða haldin; Haustmótið, U-2000 mótið, Skákþing Reykjavíkur, Öðlingamótið og síðast en ...

Lesa meira »

Starfsár TR hófst með stórskemmtun á Stórmóti

IMG_2389

Að venju hófst starfsárið í Taflfélagi Reykjavíkur með hinu stórskemmtilega Stórmóti Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur. Þátttaka var með slíkum ágætum að einungis fyrir snarræði Eiríks Björnssonar sem skutlaðist í Faxafenið eftir fleiri töflum var hægt að bæta síðasta keppandanum við, en 38 keppendur tóku þátt sem er þónokkuð meira en í fyrra og ansi mikið meira en skráning stefndi í ...

Lesa meira »

Ríkharður Sveinsson er nýr formaður Taflfélags Reykjavíkur

reykjav_k_open_-_round_9_dsc_0191

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur fór fram í gær 6. ágúst í húsakynnum félagsins. Á fundinum var Ríkharður Sveinsson einróma kjörinn formaður en hann tekur við góðu búi af Kjartani Maack sem ákvað að stíga til hliðar eftir þrjú farsæl ár í starfi. Ríkharð þarf vart að kynna fyrir þeim sem til þekkja en hann er sannarlega enginn nýgræðingur og er öllum hnútum ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR haldið sunnudaginn 11. ágúst

kornusogkjothusdg-800x1200

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 11. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi á þessu fyrsta skákmóti starfsársins 2019-2020. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 ...

Lesa meira »

Vignir efstur á Þriðjudagsmóti

IMG_9944

Það var bæði fjölmennt og góðmennt á seinna þriðjudagsmóti sumarsins hjá TR sem fór fram þann 30. júlí. Tefldar voru fjórar atskákir með tímamörkunum 15/5. 23 skákmenn mættu til leiks og var skipt í tvo flokka. Áður höfðu verið gerðar tilraunir með flokkaskiptingu sem gengu misvel en nú hefur verið ákveðið að skipta í flokka fyrir miðju, taki þátt 20 ...

Lesa meira »

Atskákmót hjá TR á þriðjudaginn

IMG_9661

Seinna atskákmót sumarsins hjá TR fer fram þriðjudaginn 30. júlí næstkomandi. Tefldar verða fjórar umferðir með tímamörkunum 15+5 og er mótið opið öllum. Taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30 í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Næsta þriðjuagsmót eftir þetta verður 27. ágúst og frá og með því verða mótin í hverri viku.  

Lesa meira »

Jóhann Ragnarsson sigraði á Þriðjudagsmóti en Birkir Karl örlagavaldur

20180909_150243

Jóhann Ragnarsson vann tíunda Þriðjudagsmót TR með 3½ vinningi. Þeir Jóhann og Björgvin Víglundsson gerðu jafntefli í innbyrðis skák en það var Birkir Karl Sigurðsson sem varð örlagavaldurinn (sem er ekki það sama og áhrifavaldur en svipað) að þessu sinni. Í skák þeirra Jóhanns í 3. umferð lagði Jóhann mikið á stöðuna að vanda; þeytti fram peðum á miðborði og ...

Lesa meira »

Björgvin og Júlíus efstir á síðustu Þriðjudagsmótum starfsársins

IMG_9661

Á Þriðjudagsmótinu þann 21.maí, því áttunda í röðinni, varð Björgvin Víglundsson efstur með fullt hús, fjóra vinninga af fjórum mögulegum. Björgvin hefur oft lent í öðru sæti en vann nú Þriðjudagsmót í fyrsta sinn. Annar varð Jón Eggert Hallsson með þrjá vinninga og gerði hann sér lítið fyrir og lagði Gauta Pál Jónsson að velli. Tíu skákmenn mættu á níunda Þriðjudagsmótið þann ...

Lesa meira »

Kjartan efstur á Þriðjudagsmóti TR

20180909_150243

Sex íslenskir skákmenn hafa nákvæmlega engan áhuga á Eurovision. Þeir létu því allir sjá sig á Þriðjudagsmóti TR á meðan “hatrið” sigraði í Tel Aviv. Formaðurinn Kjartan Maack og reynsluboltinn Björgvin Víglundsson voru efstir og jafnir með fjóra vinninga af fimm mögulegum eftir mót kvöldsins. Við útreikning oddastiga kom í ljós að fyrstu tvö oddastigin voru jöfn en þriðju oddastigin ...

Lesa meira »

60 börn á Vorhátíð TR

20190512_125441

Sunnudaginn 12. maí fór fram vorhátíðarskákæfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. 60 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins mættu á sameiginlega lokaæfingu. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð. Teflt var 6 umferða skákmót, Uppskerumót TR, með umhugsunartímanum 5m+3s. Síðan fór fram verðlaunaafhending fyrir ástundun á æfingum félagsins á vorönninni. Að lokum fór fram verðlaunaafhending fyrir Uppskerumótið og í kjölfarið var boðið upp ...

Lesa meira »

Gauti Páll efstur á Þriðjudagsmóti TR

20190502_195805

Það var enginn annar en sjálfur ritari Taflfélags Reykjavíkur og vararitari Skáksambands Íslands, Gauti Páll Jónsson, sem sigraði á Þriðjudagsmóti TR þann 7. maí. Það má því með sanni segja að hann hafi ritað nafn sitt á spjöld sögunnar með árangri sínum. Ungi maðurinn leyfði aðeins tap gegn Björgvini Víglundssyni, en vann hinar skákirnar þrjár, með mikilli tækni og þrautseigju. ...

Lesa meira »

Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur haldin sunnudaginn 12.maí

20180506_134407

Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur verður haldin sunnudaginn 12. maí kl 12-14. Vorhátíðin er uppskeruhátíð allra þeirra barna sem mætt hafa á æfingar hjá TR í vetur. Öll börn sem stunduðu byrjendaæfingar, stúlknaæfingar, framhaldsæfingar eða afreksæfingar er velkomið að taka þátt í hátíðinni. Einnig öll þau börn sem teflt hafa fyrir hönd félagsins í Íslandsmóti unglingasveita og Íslandsmóti skákfélaga. Á Vorhátíðinni teflum við ...

Lesa meira »

Arnar Gunnarsson efstur á vel skipuðu Meistaramóti TRUXVA

20190502_221227

Alþjóðlegi meistarinn Arnar Erwin Gunnarsson varð einn efstur á æsispennandi Meistaramóti Truxva sem fram fór þann 2. maí. Hann hlaut 8,5 vinning af 11 mögulegum. Þetta er í annað sinn sem Arnar vinnur mótið en hann vann einnig þegar það var haldið í fyrsta sinn árið 2017. Guðmundur Kjartansson vann mótið 2018. Í öðru sæti varð Íslandsmeistarinn Helgi Áss Grétarsson ...

Lesa meira »

TRUXVI Meistaramót haldið fimmtudaginn 2.maí

20180909_150243

TRUXVI Meistaramót verður haldið fimmtudaginn 2. maí næstkomandi í skáksal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mótið er nú haldið í þriðja sinn og er opið öllum skákáhugamönnum. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30 og er áætlað að mótinu ljúki um kl.22. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3m+2s. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Verðlaun: 1.sæti: 25.000 kr. 2.sæti: 15.000 kr. 3.sæti: 10.000 kr. U2000: Bókaverðlaun ...

Lesa meira »

Jóhann H. Ragnarsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti TR

20190430_211414

Jóhann H. Ragnarsson tefldi eins og herforingi á þriðjudagsmóti TR þann 30. apríl síðastliðinn og hlaut fjóra vinninga af fjórum mögulegum. Með þrjá vinninga voru Kjartan Maack, Guðni Stefán Pétursson og Gauti Páll Jónsson. Teflt var í einum flokki en fjórir þátttakendur voru með yfir 1900 stig og tíu voru með 1400-1900 stig. Þannig hafa þónokkrir skákmenn nýtt tækifærið og ...

Lesa meira »

Helgi Áss Grétarsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti TR

20190423_213717

Íslandsmeistarinn Helgi Áss Grétarsson fékk fjóra vinninga af fjórum mögulegum á fjórða þriðjudagsmóti TR sem fram fór 23.apríl. Til stóð að tefla í tveimur flokkum en sökum dræmrar þátttöku var einungis teflt í einum flokki. Örn Leó Jóhannsson hlaut þrjá vinninga í 2.sæti. Næsta þriðjudagsmót verður haldið 30.apríl og hefst taflið stundvíslega klukkan 19:30. Mótin eru opin öllum með yfir ...

Lesa meira »