Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Ekkert sumarhlé á Þriðjudagsmótum TR

rvkmotgrsksv-620x330

Þriðjudagsmótin fara aldrei í frí, nema það sé tekið sérstaklega fram. Sem er gert afar sjaldan, því þau taka nánast aldrei frí! Í byrjun júní verður sumaráætlun TR birt en búast má við Viðeyjarmótinu, Borgarskákmótinu og Árbæjarsafnsmótinu á sínum stað. Nánar um Þriðjudagsmót: Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern ...

Lesa meira »

Góð þátttaka á Reykjavíkurmóti grunnskóla

IMG_5829

Góð þátttaka var á Reykjavikurmóti grunnskóla sem fram fór 17. og 18. apríl sl. en alls tóku þátt 48 sveitir frá grunnskólum í Reykjavík. Þátttakan hefur tekið við sér eftir að heimsfaraldri lauk og virðist skákkennsla í grunnskólum vera að taka við sér að nýju. Engu að síður vantar sveitir frá fjölmörgum grunnskólum og er verk að vinna þar. Sem ...

Lesa meira »

Lenka tvöfaldur sigurvegari á Öðlingamótunum

IMG_5681

Stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova, gerði sér lítið fyrir og vann tvöfalt á Öðlingamótunum sem lauk í síðasta mánuði. Hún varð efst í aðalmótinu með 6 vinn. af sjö mögulegum, gerði eitt jafntefli við stigahæsta skákmann mótsins, Davíð Kjartansson og tók eina yfirsetu. Þá vann hún Hraðskákmót öðlinga sem fór fram að loknu aðalmótinu með fullu húsi, 7 vinn. af 7 ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa V 22-23 (12-14 maí)

IMG_3365

Helgina (12-14 maí) fer fram mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er fimmta mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2022-23. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja tefla ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskólasveita 17. og 18. apríl!

Reykjavíkurmót-grunnskóla-2017-1024x376

Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst í húsnæði TR að Faxafeni 12 mánudaginn 17. apríl kl. 16.30 með keppni 1.-3. bekkjar. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar fer fram daginn eftir, þriðjudaginn 18. apríl. Tefldar verða 7 ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga 2023 fer fram nk. miðvikudag, 5. apríl

logo-2

Hraðskákmót öðlinga 2022 fer fram nk. miðvikudag, 5. apríl, og hefst taflmennskan kl. 19.30. Mótið er opið fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1983 og síðar). Tefldar verða 7 umferðir með 5+3 umhugsunartíma. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lauk s.l. miðvikudagskvöld. Þátttökugjald er kr. 1,000 fyrir þá sem tóku ekki þátt í ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa IV 22-23 (14-16 apríl)

330498456_769387127459320_1402969737071175466_n

Helgina (14-16 apríl) fer fram mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er fjórða mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2022-23. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja tefla ...

Lesa meira »

Páskahraðskákmót TR 8. apríl!

paskaegg

Páskahraðskákmót TR fer fram laugardaginn 8. apríl klukkan 13:00. Tefldar verða 11. umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þáttökugjöld: 1000 krónur. 500 krónur fyrir 17 ára og yngri og ókeypis fyrir 17 ára og yngri í TR, og alla alþjóðlega- og stórmeistara. Skráning fer fram á netinu, en hægt er að skrá sig í gula kassanum á skak.is og ...

Lesa meira »

Metþátttaka á Reykjavíkurmóti. Iðunn og Jósef Reykjavíkurmeistarar. Sigurður Páll sigurvegari

dsmot_tr_2023_21

Það voru 88 börn og unglingar er mættu til leiks á Stúlkna- og drengjameistaramót Reykjavíkur, sem haldið var í skákhöllinni í Faxafeni í dag, og margbættu þar með fyrra þátttökumet mótsins. Þetta voru og að engu leyti hinir brjáluðu 88, sem um er fjallað í bandarískri kvikmynd er fyllir tugi tvenna í ár og fjallar um niðurlag Vilhjálms nokkurs, en ...

Lesa meira »

Stúlkna- og drengjameistaramót Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 26. mars

UnglingaOgStulknameistarmotReykjavikur

Stúlkna- og drengjameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 26. mars í skákhöll T.R. að Faxafeni 12 og hefst kl.13. Þátttaka er ókeypis.   Skráningu lýkur kl. 16 laugardaginn 25. mars.    Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð taflfélagi eða búsetu, sem eru fædd árið 2007 eða síðar   Teflt verður með dálítið breyttu fyrirkomulagi frá fyrri árum:   Aðalkeppnin fer fram í einum ...

Lesa meira »

Torfi Leósson hafði sigur á Þriðjudagsmóti

Torfi og Kristó 14 feb sk

Þrír stigahæstu þátttakendur Þriðjudagsmótsins 14. febrúar voru fljótir að raða sér á efri borð á næstfjölmennasta móti ársins til þessa. Ekki fór þó allt alveg eftir bókinni þaðan í frá og má þar fyrst nefna að Logi Rúnar Jónsson setti aðeins strik í reikning Torfa Leóssonar með því að gera við hann jafntefli í þriðju umferð og Kristófer Orri Guðmundsson ...

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst í dag

rvkmotgrsksv-620x330

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri (fædd 1983 og fyr) hefst miðvikudaginn 15. febrúar kl. 18.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur auk 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Eftir 40 leiki bætist við korter. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Davíð Kjartansson. Athugið að lokaumferðin fer fram á mánudegi því Reykjavík Open hefst ...

Lesa meira »

Alexander Domalchuk Skákmeistari Reykjavíkur 2023

328862615_506635141649297_6841673083217714905_n

Alexander Domalchuk varð á dögunum Skákmeistari Reykjavíkur 2023. Alexander hlaut 7 vinn. af 9 mögulegum, jafnmarga og liðsfélagi sinn í T.R. Alexander Oliver Mai en Domalchuk var hærri á oddastigum og hlýtur því titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2023. Domalchuk getur þakkað liðsfélaga sínum Alexander Oliver fyrir, en hann gerði sér lítið fyrir og lagði stigahæsta keppanda mótsins, Vigni Vatnar í lokaumferðinni. ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2023

329691299_527688552681665_1851690870618079097_n

Frá vinstri: Dagur Ragnarsson, Vignir Vatnar Stefánsson og Benedikt Briem Hraðskákmót Reykjavíkur fór fram miðvikudaginn 8. febrúrar sl.  Stórmeistarefnið Vignir Vatnar Stefánsson varð Hraðskákmeistari Reykjavíkur en hann hlaut 9 vinn. af 11 mögulegum. Dagur Ragnarsson varð annar með 8½ vinn. og síðan komu þrír skákmenn jafnir í 3-5. sæti með 7½ vinn. Ansi jöfn og spennandi keppni en Vignir byrjaði á ...

Lesa meira »

Hraðskákmót TR miðvikudaginn 8. febrúar klukkan 18:30

rvkmotgrsksv-620x330

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 miðvikudaginn 8. febrúar og hefst taflið kl.18:30. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er opið öllum. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri. Skráning fer fram á ...

Lesa meira »

Torfi Leósson með fullt hús á fjölmennu Þriðjudagsmóti

Torfi og Kristó OG sk

Torfi Leósson hafði nokkuð öruggan sigur á fjölmennasta Þriðjudagsmótinu til þessa á árinu. Af þeim 40 þátttakendum sem mættu til leiks voru, eftir 3. umferð, fimm enn með fullt hús en þegar ein umferð var eftir voru tveir enn í þeirri stöðu, Torfi og Kristófer Orri Guðmundsson. Í úrslitaskákinni þeirra á milli (sjá mynd), missteig Kristófer sig í byrjuninni og ...

Lesa meira »

Arnar Milutin með fullt hús á Þriðjudagsmóti!

amh

Arnar Milutin Heiðarsson sigraði með fullu húsi á Þriðjudagsmótinu þann 24. janúar síðastliðinn. 34 skákmenn mættu til leiks og þar af 15 sem ekki hafa skákstig – mótin hafa sýnt sig og sannað sem “útungarstöð” nýrra íslenskra skákmanna á öllum aldri á færibandi! Margir þessara 15 hafa einnig mætt undanfarið og komast því á Fide listann nú þann 1. febrúar. ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa III (2022-23)

BikarsyrpanBanner_generic

Helgina (10-12 febrúar) fer fram mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er þriðja mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2022-23. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja tefla ...

Lesa meira »

Gauti Páll með öruggan sigur á Þriðjudagsmóti

Gauti og Arnar 17jan

Gauti Páll Jónsson átti ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sér sigur á þriðja Þriðjudagsmóti ársins þ. 17. janúar síðastliðinn. Í síðustu umferð dugði honum jafntefli eins og skákstjóri, sem jafnan er talsmaður friðar og sátta, benti honum á. Hann skeytti þó engu um það en sigldi enn einum vinningnum átakalítið í hús og hirti þar með óskorað fyrsta ...

Lesa meira »

Fyrirkomulag opinbers stuðnings við skákhreyfinguna

logo-2

1.desember 2022 óskaði Skáksamband Íslands eftir athugasemdum frá ýmsum aðilum varðandi fyrirkomulags opinbers stuðnings við skákhreyfinguna. Sjá má auglýsingu Skáksambandsins hér en þar var aðildarfélögum m.a. gefinn kostur á að gera athugasemdir við framlag ríksins til Launasjóðs stórmeistara, við framlag til Skákskóla Íslands og rekstrarframlag til Skáksambands Íslands. Taflfélag Reykjavíkur mun vera eina taflfélagið sem sendi inn athugasemdir og er það skoðun ...

Lesa meira »