Author Archives: Gauti Páll Jónsson

Skákþing Reykjavíkur hefst á miðvikudag! NÝTT SKRÁNINGARFORM

sþr

Skákþing Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 2. febrúar kl. 18.30. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra við upphaf umferðarinnar á undan. Ef taka á yfirsetu í 1. umferð skal merkja við það á neðangreindu skráningarformi. Hálfur vinningur fæst fyrir yfirsetu. Ekki ...

Lesa meira »

Gauti Páll með fullt hús á Þriðjudagsmóti

gpjfridrik

Gauti Páll Jónsson vann allar sínar skákir fimm að tölu á Þriðjudagsmótinu þann 25. janúar en það mátti þó ekki tæpara standa, þrír af fimm vinningum komu í hús í strembnum endatöflum. Karpov talaði um að það fyrsta sem aður ætti að stúdera í skák væru peðsendatöfl. Það er ályktun mótshaldara að það sé alveg hárrétt. Næstur í röðinni með fjóra ...

Lesa meira »

Gauti Páll með þriðjudagstvennu!

Gauti og Björgvin juli 2021 Raun

Gauti Páll nældi sér í þriðjudagstvennu, með sigri tvær vikur í röð, en öllu var því tæpara í þetta skiptið. Mótið fór fram þann 11. janúar síðastiðinn. Hentug úrslit á borðunum í kring fyrir hann í lokaumferðunum tryggðu sigurinn, en Gauti tapaði í miðju móti gegn hinum skeinuhætta Halldóri Kristjánssyni. Gauti vann aðra andstæðinga sína og fékk því fjóra vinninga ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

tr

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með ...

Lesa meira »

Gauti Páll byrjar vel á fyrsta Þriðjudagsmóti ársins 2022!

svgpj

Gauti Páll Jónsson byrjaði vel á fyrsta Þriðjudagsmóti ársins og lagða alla andstæðinga sína fimm að tölu. Gauti, ásamt Hjálmari Sigurvaldasyni fá inneign í Skákbúðina fyrir árangurinn, en Hjálmar lenti í öðru sæti, með bestan árangur miðað við stig, og 3.5 vinning. Það var fámennt en góðmennt þann 4. janúar, kannski eðlilega, en það góða við þriðjudagsmótin er að þau ...

Lesa meira »

Vignir varði titilinn í Jólahraðskákinni!

jolahradskak2021

Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson hitaði upp fyrir alþjóðlegt mót í Írlandi með því að vinna öruggan sigur á Jólahraðskákmóti TR 2021. Raunar varði hann titilinn frá því í fyrra, en mótið er eitt af þessum gömlu TR mótum sem er alltaf á sínum stað og fer ekki neitt í bráð! Fyrst haldið árið 1961, og hafa ýmsir valinkunnir menn ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

rvkmotgrsksv-620x330

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með ...

Lesa meira »

Jólakveðja frá Taflfélagi Reykjavíkur

jolakerti

Taflfélag Reykjavíkur sendir jólakveðjur til skákmanna nær og fjær, með þökk fyrir þátttökuna í mótahaldi og æfingum félagsins á árinu sem nú er að líða. Tvö mót verða í Taflfélaginu milli jóla og nýjárs: Atskákmót Íslands 27.-28. desember Jólahraðskákmótið 30. desember Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 16. janúar, og teflt verður tvisvar í viku, á sunnudögum og miðvikudögum. Mótið verður auglýst ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót TR fimmtudaginn 30. desember

rvkmotgrsksv-620x330

Jólahraðskákmót TR fer fram fimmtudagskvöldið 30. desember klukkan 18:30. Tefldar verða 11. umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Þáttökugjöld: 1000 krónur, ókeypis fyrir 17 ára og yngri og alþjóðlega- og stórmeistara. Núverandi Jólameistari TR er Vignir Vatnar Stefánsson. Skráning fer fram á netinu, en hægt er að skrá sig í gula kassanum á skak.is. Aðeins er tekið ...

Lesa meira »

Atskákmót Íslands 27.-28. desember í TR

rvkmotgrsksv-620x330

Atskákmót Íslands fer fram mánudaginn 27. desember og þriðjudaginn 28. desember klukkan 18:30. Mótið verður haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, 108 Reykjavík. Fyrstu fimm skákirnar verða tefldar á mánudagskvöldinu, og seinni fjórar á þriðjudagskvöldinu.  Tefldar verða 9 skákir með tímamörkunum 10+5. Skráning fer fram á netinu, en hægt er að skrá sig í gula kassanum á skak.is. Aðeins er ...

Lesa meira »

Gauti Páll með fullt hús á Þriðjudagsmóti

svgpj

14 skákmátar mættu til leiks á Þriðjudagsmót þann 7. desember og sátust að skák og mátuðu menn með látum. Gauti Páll Jónsson vann mótið nokkuð örugglega með fimm vinningum af fimm, en nú var prófað að fjölga um eina umferð og stytta tímamörkin úr 15/5 í 10/5. Þorsteinn Jakob Þorsteinsson var heldur stigalágur í atskák miðað við styrk og fékk ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

tr

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með ...

Lesa meira »

Jólaæfing í byrjendaflokki og stúlknaflokki var í dag!

jol_stulkur_2021

Jólaskákæfing stúlkna, síðasta æfingin fyrir jól, fór fram í morgun. 7 flottar skákstelpur mættu tilbúnar í skemmtilegheit dagsins. Æfingin var svohljóðandi: fyrst samvinna að leysa 9 þrautir sem byggðust á byrjanagildrum, þar sem leppanir og gafflar í bland við kæfingamát og opna h-línu voru í aðalhlutverki. Jólaleg hressing með rauðum drykk og rauðu innpökkuðu súkkulaðikexi. Því næst var svo skákboðhlaupið ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

tr

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fjórar skákir og tímamörkin eru 15 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með ...

Lesa meira »

Atskákmót Reykjavíkur 29.-30. nóvember

checkmate-1511866_960_720

Atskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsakynum TR, Faxafeni 12, 29.-30. nóvember næstkomandi. Tefldar verða níu skákir með tímamörkunum 15+5 (15 mínútur á skákina að viðbættum fimm sekúndum á hvern leik) á tveimur kvöldum. Fyrstu fimm umferðirnar verða mánudagskvöldið 29. nóvember klukkan 19:30 og síðustu fjórar verða þriðjudagskvöldið 30. nóvember klukkan 19:30. Seinni hluti mótsins, þriðjudagskvöldið, kemur í stað venjulegs Þriðjudagsmóts. ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

tr

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fjórar skákir og tímamörkin eru 15 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með ...

Lesa meira »

Unglingameistaramót TR fer fram á sunnudag

tr

Unglingameistaramót Taflfélags Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót T.R., fer fram sunnudaginn 14. nóvember í skákhöll T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13 og áætlað er að mótinu ljúki kl. 17. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Þátttaka er ókeypis. Mótið er opið ...

Lesa meira »

Æfingarkappskák fimmtudaginn 11. nóvember

vetur

Tefld er ein 90/30 kappskák og er hún ekki reiknuð til stiga. Ókeypis þáttaka og opið öllum. Taflmennska hefst klukkan 19:30 og teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Húsið opnar klukkan 19:15. Skráningarform er í skákirnar og lýkur skráningu klukkan 12:00 á hádegi á þriðjudeginum fyrir skákina. Fljótlega eftir hádegi verður pörun birt, og reynt verður að hafa ekki of mikið stigabil ...

Lesa meira »

Atskákkeppni Taflfélaga 8.-9. nóvember!

tr

Atskákkeppni Taflfélaga verður haldin í ár af Taflfélagi Reykjavíkur, en mótið hefur legið í dvala í þónokkur ár. Í staðinn fyrir einstaka viðureignir og útsláttarkeppni verður stuðst við tveggja kvölda dagskrá: Teflt mánudagskvöldið 8. nóvember klukkan 19:30 og þriðjudagskvölið 9. nóvember klukkan 19:30. Þriðjudaginn 9. nóvember fellur hefðbundið þriðjudagsmót niður. Stuðst er við fyrirkomulag Fjölnis sem heldur Hraðskákkeppni Taflfélaga.   ...

Lesa meira »