Jólahraðskákmót TR fimmtudaginn 30. desemberJólahraðskákmót TR fer fram fimmtudagskvöldið 30. desember klukkan 18:30. Tefldar verða 11. umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Þáttökugjöld: 1000 krónur, ókeypis fyrir 17 ára og yngri og alþjóðlega- og stórmeistara. Núverandi Jólameistari TR er Vignir Vatnar Stefánsson.

Skráning fer fram á netinu, en hægt er að skrá sig í gula kassanum á skak.is. Aðeins er tekið við skráningu á netinu, ekki á staðnum. Skráningu lýkur um leið og 49 hafa skráð sig.

Heimilt er samkvæmt gildandi samkomutakmörkunum að halda íþróttakeppnir fyrir allt að 50 manns með eða án snertingar. Því miðar skráning við í mesta lagi 49 manns. Rúmt verður á milli borða og handspritt og grímur á staðnum. Grímuskylda verður í húsinu en þegar skákin er tefld má taka grímuna niður.

Skráningarform 

Þegar skráðir keppendur