Örn Leó sigraði á fimmtudagsmótiÞrátt fyrir spennandi handboltaleik við Norðmenn í HM komu 12 keppendur á fimmtudagsmót gærkvöldsins. Örn Leó Jóhannsson stóð uppi sem sigurvegari með 6 vinn. af 7.Hann tapaði einni skák, fyrir Birki Karli, sem lenti í 3. sæti með 4,5 vinn. Í 2. sæti var hinn ungi og efnilegi Vignir Vatnar með 5,5 vinninga.

Úrslit:

1. Örn Leó Jóhannsson 6
2. Vignir Vatnar Stefánsson 5,5
3. Birkir Karl Sigurðsson 4,5
4.-7. Stefán Már Pétursson 4
4.-7. Jón Pétur Kristjánsson 4
4.-7. Elsa María Kristínardóttir 4
4.-7. Áslaug Kristinsdóttir 4
8. Óskar Long Einarsson 3,5
9. Jón Úlfljótsson 3
10. Guðmundur Guðmundsson 2,5
11. Eyþór Trausti Jóhannsson 1
12. Eysteinn Högnason 0