Guðmundur efstur í SabadellAlþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) gerði sér lítið fyrir og vann í dag armenska stórmeistarann Karen Movsziszian (2503) í sjöundu umferð alþjóðlegs móts í Sabadell á Spáni.  Með sigrinum komst Guðmundur í efsta sætið með 5,5 vinning þegar tveimur umferðum er ólokið en þrír keppendur fylgja í humátt með 5 vinninga.  Í áttundu og næstsíðustu umferð, sem hefst á morgun kl. 15, hefur Guðmundur svart gegn spænska stórmeistaranum Miguel Munoz Pantoja (2457).

  • Chess-Results
  • Heimasíða mótsins