Þorvarður Ólafsson efstur í öðlingamótiÞorvarður Ólafsson er  efstur í  öðlingamótinu með fullt hús eftir 3 umferðir. Vignir Bjarnasson getur þó náð honum að vinningum en hann á frestaða skák við Þór Valtýsson. Ekki er unnt að para fyrr en að henni lokinni. Úrslit 3. umferðar má sjá hér og stöðuna í mótinu hérna.