Gauti Páll með þriðjudagstvennu!Gauti Páll nældi sér í þriðjudagstvennu, með sigri tvær vikur í röð, en öllu var því tæpara í þetta skiptið. Mótið fór fram þann 11. janúar síðastiðinn. Hentug úrslit á borðunum í kring fyrir hann í lokaumferðunum tryggðu sigurinn, en Gauti tapaði í miðju móti gegn hinum skeinuhætta Halldóri Kristjánssyni. Gauti vann aðra andstæðinga sína og fékk því fjóra vinninga af fimm. Annar varð Arnar Ingi Njarðarson með 3.5 vinning. Erlingur Tryggvason fékk þrjá vinninga og nældi sér í árangursverðlaun, en hann var með árangur 114 stigum yfir sínum eigin atskákstigum, nokkuð gott!

Úrslit og stöðu mótsins má nálgast á chess-results.