Jólakveðja frá Taflfélagi ReykjavíkurTaflfélag Reykjavíkur sendir jólakveðjur til skákmanna nær og fjær, með þökk fyrir þátttökuna í mótahaldi og æfingum félagsins á árinu sem nú er að líða.

Tvö mót verða í Taflfélaginu milli jóla og nýjárs:

Atskákmót Íslands 27.-28. desember

Jólahraðskákmótið 30. desember

Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 16. janúar, og teflt verður tvisvar í viku, á sunnudögum og miðvikudögum. Mótið verður auglýst betur fljótlega.

Stjórnin