Vignir varði titilinn í Jólahraðskákinni!



Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson hitaði upp fyrir alþjóðlegt mót í Írlandi með því að vinna öruggan sigur á Jólahraðskákmóti TR 2021. Raunar varði hann titilinn frá því í fyrra, en mótið er eitt af þessum gömlu TR mótum sem er alltaf á sínum stað og fer ekki neitt í bráð! Fyrst haldið árið 1961, og hafa ýmsir valinkunnir menn hampað sigri, en hér má sjá sigurvegara fyrri móta.

Þetta var mót ungu mannanna, þeir röðuðu sér í efstu sæti! Á eftir Vigni, sem hlaut 10.5 vinning af 11, kom Arnar Milutin Heiðarsson, jafnaldri hans af hinum sterka 2003 árgangi með 8.5 vinning. Hinn 14 ára gamli Ingvar Wu Skarphéðinsson hlaut síðan 7.5 vinning og þar með þriðja sætið. Hann hækkar um hvorki meira né minna en 88 hraðskákstig fyrir árangurinn, takk fyrir!

Öll úrslit og stöðu mótsins má sjá á chess-results.

jolahradskak2021