Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Fimmtudagsmót T.R. hefjast í kvöld eftir sumarfrí

Fimmtudagsmót T.R. hefjast á ný í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann. Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og ...

Lesa meira »

T.R. komið í úrslit í Hraðskákkeppni taflfélaga

Sveit Taflfélags Reykjavíkur lagði á dögunum sveit Skákdeildar Hauka í undanúrslitum Hraðskákkeppni Taflfélaga.  Sigurinn var öruggur en viðureigninni lauk 46-26 T.R. í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 20-16. Á sama tíma fór fram hin undanúrslitaviðureignin á milli Hellismanna og Taflfélags Bolungarvíkur.  Sú viðureign var mun meira spennandi en að lokum höfðu Hellismenn nauman sigur, 36,5-35,5 en staðan ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingarnar hefjast nk laugardag

Áratuga löng hefð er fyrir laugardagsæfingum Taflfélags Reykjavíkur.  Þær hefjast aftur eftir sumarfrí laugardaginn 11. september kl. 14.  Að venju fara æfingarnar fram í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Í fyrra mætti oftar en ekki vel á fjórða tug barna á æfingarnar en alls voru í kringum 100 börn sem sóttu þær.  Á æfingunum eru sett upp skákmót, skákkennsla fer ...

Lesa meira »

110 Ára Afmælismót Taflfélags Reykjavíkur – Haustmótið 2010

110 ára afmælismót Taflfélags Reykjavíkur – Haustmótið 2010 hefst sunnudaginn 26. september kl.14.  Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti og er það flokkaskipt. Mótið er öllum opið. Teflt er í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12, á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum og eru ...

Lesa meira »

Tvöfaldur sigur TR-stúlkna á Íslandsmótinu

Elín Nhung og Veronika Steinunn Magnúsdóttir urðu efstar og jafnar með 6 vinninga í b-flokki  Íslandsmóts kvenna sem fram fór um helgina.  Sigur þeirra var öruggur þar sem 2 vinningar voru í næstu keppendur.  Ásamt Elínu og Veroniku tók Donika Kolica úr T.R, þátt í mótinu og lauk keppni í 5. sæti með 3 vinninga en alls tóku þátt 8 keppendur. Sannarlega ...

Lesa meira »

Frábær árangur Daða á First Saturday

TR-ingurinn ungi og efnilegi, Daði Ómarsson (2150), tók á dögunum þátt í hinu mánaðarlega First Saturday móti í Búdapest, Ungverjalandi.  Daði tefldi í lokuðum tíu manna IM flokki og var næststigalægstur keppenda. Daði stóð sig sérlega vel, hlaut 4,5 vinning og hafnaði í 4.-7. sæti.  Fyrir árangur sinn hækkar Daði um 22 elo-stig en hann sigraði m.a. tvo alþjóðlega meistara ...

Lesa meira »

Hraðskákkeppni taflfélaga: TR sigraði Vestmanneyinga

Taflfélag Reykjavíkur sigraði Taflfélag Vestmannaeyja í síðustu viðureign fyrstu umferðar Hraðskákkeppni taflfélaga sem fram fór í gærkveldi í húsnæði TR.  Reykvíkingar fengu 37,5 gegn 34,5 vinningi Eyjamanna.  Staðan í hálfleik var 20-16.  Vestmanneyingar unnu fyrstu umferðina 3,5 – 2,5 en TRingar aðra umferð með 4-2 og þetta setti tóninn fyrir keppnina; liðin skiptust á að vinna umferðir en TRingar yfirleitt ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson sigraði á Stórmóti Árbæjarsafns og TR

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fór fram í gær. Mótið hefur verið haldið annan sunnudag í ágúst undanfarin ár og markar upphaf nýs starfsárs hjá Taflfélagi Reykjavíkur eftir gott sumarfrí. Stórmótið er raunar tvískipt, því fyrst er tefld ein skák með lifandi taflmönnum úti á túni og síðan fer fram 7. umferða hraðskáksmót.   Í gær kl.13 hófst “lifandi taflið”. ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og T.R. fer fram á sunnudag

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 15. ágúst.  Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 7 mín. á skák. Á undan, eða kl.13, fer fram lifandi tafl, en lifandi taflið er fyrir löngu orðinn árviss og skemmtilegur viðburður í dagatali skákmanna. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Stórmótinu, 10.000 kr., ...

Lesa meira »

Frábær byrjun hjá Daða á First Saturday

Daði Ómarsson (2150) hefur farið frábærlega af stað á First Saturday mótinu í Búdapest, Ungverjalandi.  Daði, sem teflir í lokuðum 10 manna AM flokki, hefur 1,5 vinning að loknum tveimur umferðum.  Í annari umferð lagði hann ungverska alþjóðlega meistarann, Pal Petran (2372). Meðalstig flokksins eru 2261 stig og er Daði næststigalægstur keppenda.  7 vinninga þarf til að ná alþjóðlegum áfanga. ...

Lesa meira »

Guðmundur hlaut 5 vinninga á Czech open

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2384), hlaut 5 vinninga og hafnaði í 88.- 135. sæti á nýafstöðnu Czech open sem fram fór í Pardubice í Tékklandi.  Líkt og í First Saturday mótinu sem Guðmundur tók þátt í skömmu áður náði hann sér aldrei almennilega á strik og lækkar um 5 stig fyrir árangur sinn sem samsvarar 2344 stigum. Viðureignir Guðmundar: Rd. ...

Lesa meira »

Pistill frá Guðmundi

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2384), tók á dögunum þátt í First Saturday mótinu sem fram fór í Búdapest, Ungverjalandi.  Mótin fara fram í hverjum mánuði og hefjast, eins og nafnið gefur til kynna, fyrsta laugardag hvers mánaðar. Guðmundur tefldi í stórmeistaraflokki og var sjöundi í stigaröðinni af tólf keppendum.  Meðalstig keppenda voru 2411.  Guðmundur náði sér ekki almennilega á strik ...

Lesa meira »

Örn Leó á faraldsfæti

Þó svo að lítið fari fyrir kappskámótum hérlendis yfir sumartímann er heill hellingur af mótum í boði erlendis.  Örn Leó Jóhannsson (1820) úr T.R. tók einmitt þátt í einu slíku á dögunum.  Mótið, sem var hans fyrsta á erlendri grundu, var alþjóðlegt ellefu umferða mót haldið í Eforie í Rúmeníu dagana 18.-27. júní. Ásamt Erni tóku þrír íslenskir skákmenn þátt ...

Lesa meira »

Verkaskipting stjórnar

Nú liggur fyrir verkaskipting stjórnar T.R. starfsárið 2010-2011.  Nánari upplýsingar hér.

Lesa meira »

Stefán Bergsson sigurvegari á fimmtudagsmóti

18 manns mættu á síðasta fimmtudagsmótið fyrir sumarfrí sem fram fór í gær.Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad kerfi. Úrslit: 1. Stefán Bergsson 6,5v 2. – 6. með 4,5 vinninga:Stefán Már PéturssonOliver Aron JóhannessonJón Olav FivlestadtJón ÚlfljótssonBirkir Karl Sigurðsson7. – 9. með 4v.Dagur Ragnarsson Elsa María KristínardóttirKristinn Andri Kristinsson10. – 13.Björgvin KristbergssonFinnur Kr. FinnssonGuðmundur LeeÓskar Long Einarsson14. – 15. Gauti ...

Lesa meira »

Síðasta fimmtudagsmót vetrarins í kvöld

Að venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann. Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og ...

Lesa meira »

Birkir Karl Sigurðsson sigurvegari á fimmtudagsmóti

Úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu umferð á fimmtudagsmóti í gær. Eini taplausi keppandinn, Birkir Karl Sigurðsson, vann sína skák en efsti maður fyrir umferðina, Jón Úlfljótsson, tapaði hins vegar. Síðasta fimmtudagsmótið fyrir sumarfrí verður n.k. fimmtudag, 27. maí. Úrslit í gærkvöldi urðu annars sem hér segir: 1 Birkir Karl Sigurðsson 6 2 Jón Úlfljótsson 5.5 3 Elsa María ...

Lesa meira »

Myndir úr öðlingamótinu

Suðurnesjabúinn geðþekki, Sigurður H. Jónsson, tók margar skemmtilegar myndir á nýafstöðnu öðlingamóti og bauð T.R. að birta þær á heimasíðu sinni. Myndirnar Úrslit mótsins Pistill um mótið

Lesa meira »

Davíð hraðskákmeistari öðlinga

Davíð Ólafsson og Pálmi R. Pétursson urðu efstir á hraðskákmóti öðlinga sem fram fór í gær.  Báðir hlutu þeir 7 vinninga en Davíð varð örlítið hærri á stigum.  Jafnir í 3.-4. sæti með 6,5 vinning urðu Jóhann H. Ragnarsson og Björn Fr. Björnsson. Mjög góð þáttaka var en keppendur voru alls 39. Skákstjóri var Ólafur S. Ásgrímsson. Úrslit: 1-2 Davíð ...

Lesa meira »