Kristján Örn sigraði á fimmtudagsmótiHraðskákmeistari TR, Kristján Örn Elíasson, sigraði á fimmtudagsmóti gærkvöldsins með 8 vinninga af 9 mögulegum en gera má ráð fyrir að framvegis verði tefldar 9 umferðir sem hefur lagst mjög vel í skákmenn.  Í öðru sæti með 7,5 vinning var bandarískur lagastúdent, Scott Caplan, sem er staddur hér á landi í fríi og langaði að nota tækifærið og etja kappi við skákþyrsta Íslendinga.  Jafnir í þriðja og fjórða sæti með 6 vinninga urðu síðan “erkifjendurnir” Helgi Brynjarsson og Þórir Benediktsson en Helgi varð ofar á stigum.

Heildarúrslit:

  • 1. Kristján Örn Elíasson 8 v af 9
  • 2. Scott Caplan 7.5 v
  • 3-4. Helgi Brynjarsson, Þórir Benediktsson 6 v
  • 5-8. Dagur Andri Friðgeirsson, Gunnar Finnsson, Ingi Tandri Traustason, Benjamín Gísli Einarsson 5 v
  • 9-10. Jon Olav Fivelstad, Jón Gunnar Jónsson 4,5 v
  • 11-13. Birkir Karl Sigurðsson, Dagur Kjartansson, Óttar Felix Hauksson 4 v
  • 14-16. Pétur Axel Pétursson, Helgi Stefánsson, Tjörvi Schiöth 3 v
  • 17. Andri Gíslason 2 v
  • 18. Ingi Þór Hafdísarson 1,5 v

Gaman er hversu mörg ný andlit sjást á hverju móti og eru skákmenn hvattir til þess að taka með sér aðra áhugasama á þessi skemmtilegu mót.

Næsta mót fer fram næstkomandi fimmtudag.