T.R. komið í úrslit í Hraðskákkeppni taflfélagaSveit Taflfélags Reykjavíkur lagði á dögunum sveit Skákdeildar Hauka í undanúrslitum Hraðskákkeppni Taflfélaga.  Sigurinn var öruggur en viðureigninni lauk 46-26 T.R. í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 20-16.

Á sama tíma fór fram hin undanúrslitaviðureignin á milli Hellismanna og Taflfélags Bolungarvíkur.  Sú viðureign var mun meira spennandi en að lokum höfðu Hellismenn nauman sigur, 36,5-35,5 en staðan í hálfleik var 18,5-17,5.

Teflt var í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12.

Í úrslitum, sem fara fram í húsnæði T.R. miðvikudaginn 15. september kl. 19.30, mætast því Hellismenn og TR-ingar.