Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Veronika Steinunn Íslandsmeistari

Veronika Steinunn Magnúsdóttir varð um helgina Íslandsmeistari stúlkna í eldri flokki (8.-10. bekkur) í skólaskák.  Fimm umferðir voru tefldar og hlaut Veronika 3 vinninga líkt og liðsfélagi hennar í T.R., Donika Kolica.  Veronika vann svo 2-0 sigur í einvígi þeirra og er því vel að sigrinum komin.   Stjórn Taflfélags Reykjavíkur óskar Veroniku til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn en þess má ...

Lesa meira »

Skákakademían sigraði í Skákkeppni vinnustaða

Skákkeppni vinnustaða fór  fram í gærkvöldi, 1. febrúar, annað árið í röð. Í fyrra komu sex sveitir til leiks og nú ári síðar tóku sjö sveitir þátt. Það ríkti góð stemning meðal þátttakenda, en keppnisandinn var ekki langt undan!   Þrjár af þeim sveitum sem voru með í fyrra mættu einnig að þessu sinni, en það var Skákakademían, Actavis og ...

Lesa meira »

Friðrik Ólafsson heimsótti börnin í T.R.

Formaður T.R., Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, hefur ritað pistil um skemmtilega heimsókn okkar fyrsta stórmeistara í T.R. síðastliðinn laugardag.  Pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan. Friðrik Ólafsson á Laugardagsæfingu TR   Skákdagur Íslands sem haldinn er um allt land í tilefni af afmælisdegi Friðriks Ólafssonar stórmeistara, var sérstaklega skemmtilegur og hátíðlegur í Taflfélagi Reykjavíkur sl. laugardag.    Afmælisbarnið, ...

Lesa meira »

Nýjungar á laugardagsæfingum

Taflfélag Reykjavíkur kynnir til leiks breytingar á fyrirkomulagi hinna rótgrónu laugardagsæfinga sem ætlaðar eru börnum og unglingum.  Með breytingunum er stuðlað að aukinni framþróun skákæfinganna og þær gerðar enn betri og markvissari en áður hefur þekkst.  Meðal nýjunga er veglegt nýútgefið námsefni sem stuðst verður við í þjálfun og kennslu og þá fá meðlimir T.R. aukið vægi á æfingunum.  Ítarlegri ...

Lesa meira »

Oliver Aron hraðskákmeistari Reykjavíkur

Oliver Aron Jóhannesson  varð í dag Hraðskákmeistari Reykjavíkur eftir spennandi keppni þar sem hann varð efstur með 11 vinninga ásamt Birni Frey Björnssyni og Ögmundi Kristinssyni.  Eftir stigaútreikning var Oliver efstur, Björn annar og Ögmundur þriðji.  Omar Salama varð fjórði með 10,5 vinning og dagur Ragnarsson fimmti með 10 vinninga. Mótið fór fram í félagsheimili T.R. og tóku 26 keppendur ...

Lesa meira »

Skákkeppni vinnustaða 2013

Taflfélag Reykjavíkur býður öllum vinnustöðum að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2013 sem fram fer í félagsheimili T.R, Skákhöllinni Faxafeni 12, föstudaginn 1. febrúar 2013 og hefst kl. 19.30.   Upplýsingar og keppnisfyrirkomulag: Dagsetning: Föstudagur 1. febrúar kl. 19.30 Staður: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12 (Skeifunni) Sveitakeppni: Þetta er liðakeppni/sveitakeppni og tefla 3 í hverju liði. Vinnustaðirnir geta sent fleira ein ...

Lesa meira »

Davíð Kjartansson Skákmeistari Reykjavíkur 2013

KORNAX mótinu – Skákþingi Reykjavíkur lauk í gærkvöldi þegar spennandi lokaumferð fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur.  Fyrir umferðina höfðu Fide meistarinn Davíð Kjartansson og Omar Salama 1,5 vinnings forskot á næstu keppendur en báðir höfðu þeir unnið allar sínar viðureignir utan innbyrðis viðureignarinnar sem lauk með skiptum hlut.  Þeir höfðu því 7,5 vinning eftir að hafa verið í nokkrum ...

Lesa meira »

Friðrik Ólafsson heimsækir T.R. í dag

Í tilefni af afmælisdegi fyrsta stórmeistara Íslendinga og fyrrverandi forseta Fide, Friðriks Ólafssonar, mun hann heimsækja Taflfélag Reykjavíkur í dag og fylgjast með barna- og unglingaæfingu félagsins.  Laugardagsæfingin í dag verður af þessu tilefni sameiginleg fyrir alla T.R. krakkana, þ.e. stúlkurnar, yngri hópinn og afrekshópinn.

Lesa meira »

KORNAX mótið: Bein útsending frá 9. umferð

Níunda og síðasta umferðin í KORNAX mótinu – Skákþingi Reykjavíkur hefst í kvöld kl. 19.30.  Að venju verða sex viðureignir sendar út beint og má fylgjast með þeim hér. Spennan er mikil á toppnum þar sem baráttan um sigur stendur á milli Davíðs Kjartanssonar og Omar Salama en þeir deila saman efsta sætinu með 7,5 vinning, 1,5 vinningi meira en ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram á sunnudag

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 27. janúar kl. 14. Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Sviss Perfect kerfi. Umhugsunartími verður 5 mínútur á skák. Þátttökugjald er kr 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri. Þrenn verðlaun í boði.   Eftir Hraðskákmótið fer fram verðlaunaafhending fyrir  KORNAX mótið 2013 – ...

Lesa meira »

Davíð og Omar í sérflokki á KORNAX mótinu

Áttunda og næstsíðasta umferð Skákþings Reykjavíkur fór fram í gærkvöldi og var nokkuð um óvænt úrslit.  Fide meistarinn Davíð Kjartansson og Omar Salama, sem leiddu fyrir umferðina, unnu báðir sína andstæðinga og eru nú jafnir í efsta sæti með 7,5 vinning, 1,5 vinningi meira en næstu keppendur.  Davíð vann Daða Ómarsson og Omar vann Halldór Pálsson.  Segja má að Davíð ...

Lesa meira »

Davíð og Omar enn efstir á KORNAX mótinu

Mikil spenna er á Skákþingi Reykjavíkur þegar aðeins tvær umferðir lifa af móti.  Í sjöundu umferð, sem fór fram í gærkvöldi, sigruðu Fide meistarinn Davíð Kjartansson og Omar Salama í sínum viðureignum og halda því hálfs vinnings forskoti á næstu menn.  Davíð lagði stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu, og Omar vann norðanmanninn reynda, Þór Má Valtýsson.   Davíð og Omar hafa ...

Lesa meira »

Davíð og Omar efstir á KORNAX mótinu

Sjötta umferð fór fram í gærkvöldi og í dag sigraði Davíð Kjartansson Einar Hjalta Jensson í frestaðri viðureign Fide meistaranna úr fimmtu umferð.  Davíð er því efstur ásamt Omari Salama með 5,5 vinning en Omar Sigraði Einar Hjalta í snarpri viðureign.  Önnur helstu úrslit í sjöttu umferð voru þau að stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova, sigraði Júlíus L. Friðjónsson og Davíð ...

Lesa meira »

Omar og Júlíus efstir á KORNAX mótinu

Skákþing Reykjavíkur hélt áfram í gærkvöldi þegar fimmta umferð fór fram.  Helstu úrslit voru þau að Omar Salama sigraði alþjóðlega meistarann Sævar Bjarnason, Júlíus L. Friðjónsson hafði betur gegn Halldóri Pálssyni og stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova, sigraði Vigfús Ó. Vigfússon.  Þá má nefna að Dagur Ragnarsson sigraði Jóhann H. Ragnarsson og Jón Trausti Harðarson gerði jafntefli við Þór Valtýsson.  Vignir ...

Lesa meira »

Tæplega tuttugu TR-ingar á KORNAX mótinu

Þegar KORNAX mótið – Skákþing Reykjavíkur er tæplega hálfnað er ekki úr vegi að kanna hvernig þátttakendur dreifast á milli skákfélaga.  Það þarf ekki að koma á óvart að Taflfélag Reykjavíkur eigi flesta fulltrúa á mótinu enda stærsta skákfélag landsins.  Þá er einnig gaman að sjá öfluga þátttöku frá Hellismönnum (12) og Fjölnismönnum (11) en öflugt barna-og unglingastarf Fjölnis sést ...

Lesa meira »