Guðmundur byrjar með jafntefli í Barcelona



Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson heldur ótrauður áfram taflmennsku sinni á Spáni og tekur nú þátt í opnu alþjóðlegu móti í Barcelona.  Fyrsta umferð fór fram í gær og gerði Guðmundur jafntefli gegn stigalágum (2045) heimamanni.  Önnur umferð fer fram í dag og þá mætir Guðmundur króatískum keppanda með 2096 stig.

 

Tefldar eru tíu umferðir sem allar hefjast kl. 14.30 að íslenskum tíma nema lokaumferðin sem hefst kl. 7.30.  Mótið er gríðarlega fjölmennt og telur alls rúmlega 640 keppendur í tveimur flokkum.  Guðmundur teflir í A-flokki þar sem hann er 34. í stigaröðinni af ríflega 300 keppendum frá 39 löndum.  Meðal þátttakenda eru 23 stórmeistarar og 28 alþjóðlegir meistarar, þeirra stigahæstur kúbverski stórmeistarinn Batista Lazaro Bruzon (2698).

  • Heimasíða mótsins
  • Chess-Results