Helgina 16 til 18 ágúst fór fram þriðja og jafnframt síðasta sumarbikar mótaröð Taflfélags Reykjavíkur. Sumarið hefur oft verið frekar fátækur tími þegar kemur að mótahaldi en með þessum mótum er eitthvað gert til að snúa því við.
Mótin hafa einhverju leyti sýnt að þrátt fyrir sumarfrí er enn þá eftirspurn eftir skákmótum yfir sumarið. Að þessu sinni voru 20 keppendur skráðir til leiks.
Að lokum laugardags var Emilía Embla ein með fullt hús eftir 4 umferðir. Með sigri á Kristófer Árna í morgun umferðinni hélt hún ótrauð áfram sigurgöngu sinni. Í 6. umferð mætti hún Nökkva Hólm sem reyndist vel undirbúinn að takast á við London afbrigði Emilíu. Eftir mistök í byrjuninni endaði Emilía manni undir. Með herkjum náði hún þó að vinna sig inn í skákina og á endanum bauð Nökkvi jafntefli þegar staðan var orðin óljós.
Í lokaumferðinni var það Vignir Óli sem mætti Emilíu og reyndist hann vel undirbúinn fyrir þá skák.
Eftir að hafa unnið peð í byrjuninni snerist skákin í höndum Vignis og náði Emilía að komast þar aftur inn í skákina. Í lokastöðunni bauð hún jafntefli sem dugði til að ná efsta sætinu í mótinu.
Á öðru borði var einnig barist um verðlaunasæti í mótinu. Þar mætti Nökkvi Hólm Jóel sem átti einnig möguleika á að ná efsta sætinu ef honum tækist að vinna.
Í tímahraki Jóels fórnaði Nökkvi manni og þurfti Jóel að hafa fyrir því að finna réttu leikina. Að lokum leystist sóknin upp og með sigri náði Jóel að verða jafn í efst sætinu með 6. vinninga. Emilía hafði betri vinningafjölda andstæðinga (oddastig) sem tryggði henni sigurinn og varð i leiðinni efst stúlkna
Í næstum sætum á eftir komu 4 keppendur með 4½ vinning. Af þeim reyndist Kristófer Árni vera efstur sem tryggði honum þriðja sætið í mótinu.
Aðalverðlaun
🥇Emilía Embla B. Berglindardóttir 6 (27)
🥈Jóel Helmer Tóbíasson 6 (25)
🥉Kristófer Árni Egilsson 4½
Stúlknaverðlaun
🥇Emilía Embla B. Berglindardóttir 6
🥈Emilía Sigurðardóttir 3
🥉Katrín Ósk Tómasdóttir 2½
Að lokum var tekin saman heildarárangur efstu einstaklinga í tveimur mótum. Að þessu sinni urðu tveir jafnir með 10.5 vinning. Á eftir þeim kom Pétur Úlfar með 9.5 vinning.
Vignir Óli Gunnlaugsson – Jóel Helmer Tóbíasson 10.5
Pétur Úlfar Ernisson 9.5
Taflfélag Reykjavíkur þakka öllum keppendum fyrir þátttöku og vonumst til að sjá sem flesta á næstu mótaseríu sem hefst í haust.
Öll úrslit má sjá hlekknum hér að neðan
Chess-Results Server Chess-results.com – Sumar Bikarsyrpa T.R. III 2024