Róbert og Hallgerður sigruðu á Stórmótinu



Hin árlega skákhátíð Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fór fram í dag, en hátíðin hefur fyrir löngu unnið sér sess sem óopinbert upphaf skákvertíðarinnar.

 

Dagskráin hófst á útitafli, venju samkvæmt. Að þessu sinni var teflt með taflmönnunum frá útitaflinu á Lækjartorgi, en hin fyrri ár hefur jafnan verið teflt lifandi tafl.

 

Fráfarandi formaður TR, Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, stýrði hvítu mönnunum gegn nýkjörnum formanni TR, Birni Jónssyni og fór svo að Björn hafði sigur eftir nokkrar sviptingar.

 

Að útitaflinu loknu héldu skákmennirnir í hið skemmtilega Kornhús fyrir stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur, en þar var teflt á hefðbundnum taflborðum sjö umferða hraðskákmót.

 

Skákdrottningarnar og landsliðskonurnar Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Elsa María Kristínardóttir fóru mikinn í mótinu

og Hallgerður endaði í skiptu efsta sæti ásamt Róberti Lagermann með 5,5 vinning af 7.  Elsa María lenti svo í skiptu 3. sæti ásamt Daða Ómarssyni, Birni Ívari Karlssyni, Gunnari Björnssyni og Þorvarði Fannari Ólafssyni.

 

Úrslitin í Stórmótinu:

1 Róbert Lagermann        5,5

  2 Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir    5,5

  3 Elsa María Kristínardóttir    5,0

  4 Daði Ómarsson           5,0

  5 Björn Ívar Karlsson     5,0

  6 Þorvarður Fannar Ólafsson    5,0

  7 Gunnar Björnsson        5,0

  8 Birkir Karl Sigurðsson    4,5

  9 Kjartan Maack           4,5

 10 Björn Jónsson           4,5

 11 Rúnar Berg              4,0

 12 Dagur Ragnarsson        4,0

 13 Jón Trausti Harðarson    4,0

 14 Kristmundur Þór Ólafsson    4,0

 15 Þór Valtýsson           3,5

 16 Jóhann Ragnarsson       3,5

 17 Gylfi Þórhallsson       3,5

 18 Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir    3,0

 19 Steingrímur Hólmsteinsson    3,0

 20 Jóhann Arnar Finnsson    3,0

 21 Ivor Smith              3,0

 22 Jón Víglundsson         3,0

 23 Guðmundur Agnar Bragason    3,0

 24 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir    2,5

 25 Ásgeir Sigurðsson       2,5

 26 Þorsteinn Guðlaugsson    2,5

 27 Sigurjón Haraldsson     2,0

 28 Þorsteinn Freygarðsson    2,0

 29 Heimir Páll Ragnarsson    2,0

 30 Björgvin Kristbergsson    1,5

 31 Sigrún Linda Baldursdóttir    1,0

  • Myndir (Jóhann H. Ragnarsson, Einar S. Einarsson, Björn Jónsson)