Hrannar efstur á SkeljungsmótinuHrannar Baldursson (2080) tók forystu á Skeljungsmótinu þegar fimmta umferð fór fram í kvöld og hefur fullt hús vinninga.  Hrannar lagði Torfa Leósson (2155) eftir að sá síðarnefndi féll á tíma.  Jafnir í 2-3. sæti með 4,5 vinning eru Hjörvar Steinn Grétarsson (2279) og Þorvarður Ólafsson (2182).  Einni skák var frestað og verður tefld á morgun fimmtudag kl. 14.  Pörun mun liggja fyrir að henni lokinni.

Heimasíða mótsins