Guðmundur sestur að tafli í Badalona



Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson hefur 1 vinning að loknum tveimur umferðum í opnu alþjóðlegu móti í Badalona á Spáni.  Í fyrstu umferð sigraði hann heimamann með 2146 stig en tapaði fyrir skoskum keppenda (2228) í annari umferð.  Í þriðju umferð, sem hefst í dag kl. 15, mætir hann öðrum Spánverja (2159).

 

Guðmundur teflir í A-flokki þar sem keppendur eru alls 94 frá 21 landi og þar af eru sex stórmeistarar, 22 alþjóðlegir meistarar og fimm alþjóðlegir meistarar kvenna.  Alls er teflt í þremur flokkum í mótinu sem telur í allt tæplega 300 keppendur.  Tefldar eru níu umferðir sem allar hefjast kl. 15 að íslenskum tíma nema sú síðasta sem hefst 14.45.

  • Heimasíða mótsins
  • Chess-Results