Þriðji sigur Guðmundar í röðAlþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson er kominn á gott flug í alþjóðlegu móti í Barcelona sem fram fer þessa dagana.  Í fjórðu umferð vann hann sinn þriðja sigur í röð, nú gegn heimamanni með 2216 stig.  Guðmundur hefur 3,5 vinning í 5.-23. sæti en fjórir keppendur hafa fullt hús vinninga.  Í fimmtu umferð, sem hefst á morgun kl. 14.30, hefur Guðmundur hvítt gegn þýska ofurstórmeistaranum Jan Gustafsson (2619).

  • Heimasíða mótsins
  • Chess-Results