Allar helstu fréttir frá starfi TR:
Verður Vignir Vatnar næsti skákmeistari TR?
Hann var góður vöffluilmurinn sem tók á móti skákmönnum í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í gærkvöldi er 7.umferð Haustmótsins var tefld. Birna í Birnukaffi mætir alltaf vel undirbúin í hverja umferð og er hún nú langstigahæsti skákbakari og uppáhellari landsins. Þeir mættu einhverjir skákmennirnir taka sér Birnu til fyrirmyndar hvað undirbúning varðar. Ingvar Þór Jóhannesson, Aron Þór Mai og Ólafur Evert Úlfsson ...
Lesa meira »