Vignir Vatnar unglingameistari TR – Batel stúlknameistariBarna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 13. nóvember, í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Keppt var í tveimur flokkum, opnum flokki og stúlknaflokki og voru 7 umferðir tefldar með 15 mínútna umhugsunartíma á skák.

Skákmótið var opið fyrir keppendur 15 ára og yngri og voru þátttakendurnir 41, 27 í opnum flokki og 14 í stúlknaflokki. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum. Félagsmenn í TR kepptu einnig um titilinn Unglingameistari T.R. 2016 og Stúlknameistari T.R 2016. Að auki voru aldursflokkaverðlaun í báðum flokkum.

Þátttakendur voru flestir úr hinum ýmsu skákæfingahópum TR, en einnig voru þátttakendur úr öðrum skákfélögum eins og Breiðablik og Hugin.

C1BC74A8-C6AE-4682-ABE6-3769E0AB7C0C

Skákmótið fór mjög vel fram og var góð stemning meðal krakkanna. Athygli vakti hvað krakkarnir sýndu góða skákhegðun, en í því felst að þau voru einstaklega samtaka um að hafa gott hljóð í skáksalnum, tókust í hendur fyrir og eftir skák, röðuðu upp eftir skákina og réttu upp hönd til að fá aðstoð skákstjóra. Þetta var svo flottur hópur að skákstjórarnir höfðu því sem næst ekkert að gera!

Eftir fjórðu umferð bauð T.R. keppendum upp á pizzur og gos sem hitti í mark! Þá var slegið á létta strengi og allir fóru vel mettir í þrjár síðustu umferðirnar.

A2DD011C-05BD-48FE-92E8-2ADCEC2E66F9

Sigurvegari opna flokksins og jafnframt Unglingameistari T.R. 2016 varð hinn 13 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson, sem vann allar sínar skákir. Hann hefur unnið þennan titil þrisvar áður á árunum 2012, 2013 og 2014. Hann hefur tekið stöðugum framförum og er nýbúinn að ná alþjóðlegum Fidemeistaratitli. Ekki nóg með það, heldur er piltur einnig núverandi Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur eftir frækilegan árangur á Haustmóti TR!

Í 2. sæti var hinn efnilegi Stephan Briem úr Breiðablik með 6 vinninga. Þessi frammistaða kemur heldur ekki á óvart, þar sem að hann náði mjög góðum árangri í B-flokki í Haustmóti TR í síðasta mánuði.

Í 3. sæti var svo Unglingameistari TR frá því í fyrra, Aron Þór Mai. Hann fékk 5 vinninga og tapaði einungis fyrir Vigni og Stephan. Aron Þór er í stöðugri framför og vann B-flokk Haustmótsins um daginn með miklum yfirburðum.

Í 4.-5. sæti með jafnmarga vinninga og Aron, en lægri á stigum voru þeir Benedikt Þórisson og Gylfi Már Harðarson. Stúlknaflokkurinn var mun fjölmennari en hin síðustu ár, en 14 stúlkur tóku nú þátt. Þar voru mættar 9 stúlkur sem sækja skákæfingarnar í TR af miklum krafti. Einnig voru meðal þátttakenda stúlkur úr Fjölni og Víkingaklúbbnum, auk þriggja stúlkna sem voru að taka þátt í skákmóti sem þessu í fyrsta sinn!

Sigurvegari stúlknaflokksins og þar með Stúlknameistari TR 2016 varð Batel Goitom Haile sem vann allar sínar skákir. Batel gekk í TR fyrir ári síðan og hefur tekið miklum framförum.

Í 2. sæti varð Freyja Birkisdóttir með 6 vinninga. Freyja hefur verið mjög iðin að tefla í skákmótum og er nú, þrátt fyrir ungan aldur, komin með mikla keppnisreynslu.

Í 3. sæti varð Anna Katarina Thoroddsen með 5 vinninga. Anna Katarina hefur verið einstaklega iðin við skákæfingar og þátttöku í hinum ýmsu skákmótum undanfarið ár.

8D54C1F9-80C0-4B7D-8C85-F03EF197B51A

Það sem einkenndi þetta skákmót var mikill áhugi og mikil einbeiting hjá þátttakendunum. Skákmótið tók allt í allt fjórar klukkustundir og sá tími var fljótur að líða – það fannst mörgum krökkum, sem voru í lok móts enn í stuði til að tefla meira! Margar flottar skákir voru tefldar í dag og skemmtileg tilþrif glöddu augu áhorfenda. Allir þáttakendurnir stóðu sig með sóma.

Sú spurning sem sækir að er þessi: Hvað er betra að gera á sunnudagseftirmiðdegi í nóvember en að tefla? Einmitt, við sjáumst aftur að ári!

 

Í opna unglingamótinu fengu þessir aldursflokkaverðlaun:

13 -15 ára: Vignir Vatnar Stefánsson

11-12 ára: Örn Alexandersson

9-10 ára: Benedikt Þórisson

8 ára og yngri: Bjartur Þórisson (bróðir Benedikts!).

58421DEA-0177-44A2-9542-D8424D03985A

Í stúlknamótinu var enginn keppandi á aldrinum 13-15 ára. En eftirfarandi stúlkur hlutu aldursflokkaverðlaun:

11-12 ára: Ylfa Ýr Welding

9-10 ára: Batel Goitom Haile

8 ára og yngri: Anna Katarina Thoroddsen

2C2C9F68-D322-4C7D-9BF4-345D97026ECF

 

Heildarúrslit skákmótsins urðu annars sem hér segir:

 

Opinn flokkur:

k. SNo Name FED Rtg Club/City Pts.  TB1   TB2   TB3 
1 1 Stefansson Vignir Vatnar ISL 2163 TR 7,0 29,5 22,5 29,50
2 4 Briem Stephan ISL 1594 Breiðablik 6,0 28,5 19,0 21,50
3 2 Mai Aron Thor ISL 1820 TR 5,0 36,0 25,0 23,00
4 6 Thorisson Benedikt ISL 1188 TR 5,0 27,0 18,0 15,00
5 15 Hardarson Gylfi Mar ISL 0 TR 5,0 25,5 18,0 16,50
6 3 Mai Alexander Oliver ISL 1675 TR 4,5 31,0 21,0 17,25
7 5 Alexandersson Orn ISL 1217 Breiðablik 4,5 26,0 18,0 14,75
8 9 Briem Benedikt ISL 1077 Breiðablik 4,0 32,0 22,5 14,00
9 8 Gudmundsson Gunnar Erik ISL 1082 Breiðablik 4,0 32,0 22,0 14,50
10 27 Olafsson Arni ISL 1149 TR 4,0 26,0 18,5 14,00
11 20 Sharifa Rayan ISL 0 Huginn 4,0 23,5 17,0 10,50
12 10 Omarsson Adam ISL 1065 Huginn 4,0 22,5 16,0 9,00
13 25 Thorisson Bjartur ISL 0 TR 4,0 22,5 15,5 10,50
14 16 Kjartansson Andrés Már ISL 0 4,0 19,5 14,0 8,00
15 7 Bjornsson Alexander ISL 1139 TR 3,0 27,0 20,0 10,00
16 11 Brynjarsson Einar Dagur ISL 0 Víkingaklúbbur 3,0 24,0 17,5 5,50
17 26 Thoroddsen Tristan Theodor ISL 0 TR 3,0 22,0 15,5 6,00
18 12 Fridgeirsson Pall Ingi ISL 0 TR 3,0 21,5 16,0 6,50
19 18 Petersen Einar Tryggvi ISL 0 TR 3,0 20,0 14,5 5,50
20 21 Sigfusson Ottar Orn Bergmann ISL 0 Huginn 3,0 19,5 14,0 3,50
21 22 Sigmundsson Thorsteinn Mar ISL 0 TR 2,5 23,0 16,0 6,50
22 13 Grimsson Freyr ISL 0 TR 2,0 23,0 15,5 5,00
23 19 Ragnarsson Enok Kristinn ISL 0 2,0 20,5 15,0 2,00
24 23 Sigthorsson Aron ISL 0 2,0 19,5 14,5 2,50
25 17 Omarsson Josef ISL 0 Huginn 1,5 22,5 15,5 2,25
26 14 Gunnarsson Sigurdur Runar ISL 0 1,0 22,0 14,5 0,50
27 24 Sigthorsson Gabríel ISL 0 1,0 16,5 12,5 0,50

 

Stúlknameistaramót TR

Rk. SNo Name FED Rtg Club/City Pts.  TB1   TB2   TB3 
1 14 Haile Batel Goitom ISL 1297 TR 7,0 28,0 19,0 28,00
2 1 Birkisdottir Freyja ISL 1186 TR 6,0 29,0 19,0 22,00
3 11 Thoroddsen Anna Katarina ISL 0 TR 5,0 28,5 20,0 15,50
4 5 Hakonardottir Ylfa Yr Welding ISL 0 Fjölnir 4,0 31,0 21,0 14,00
5 13 Þrastardóttir Hólmfríður ISL 0 4,0 26,5 19,0 9,50
6 2 Arnaldardottir Elsa Kristin ISL 0 TR 4,0 23,0 17,0 11,00
7 12 Valdimarsdottir Esther Lind ISL 0 TR 4,0 21,0 15,5 8,00
8 7 Helgadottir Idunn ISL 0 TR 3,0 27,5 19,5 5,50
9 9 Jonsdottir Katrin Maria ISL 0 TR 3,0 25,5 18,0 5,50
10 3 Berndsen Soffía Arndís ISL 0 TR 3,0 25,0 17,5 5,00
11 8 Hermannsdottir Hildur Birna ISL 0 TR 3,0 20,0 13,5 3,00
12 4 Gunnarsdottir Bergthora Helga ISL 0 Víkingaklúbbur 1,5 19,5 14,0 1,00
13 6 Haraldsdóttir Helga Sunneva ISL 0 1,0 19,0 14,5 1,00
14 10 Kristinsdóttir Tinna Kristín ISL 0 0,5 19,5 14,5 0,50

 

Taflfélag Reykjavíkur þakkar öllum þátttakendum í mótinu fyrir skemmtilega og drengilega keppni og sigurvegurunum innilega til hamingju með árangurinn! Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á chess-results.

Skákstjórar voru Torfi Leósson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

Pistill og myndir: Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.