U-2000 mótið hefst á miðvikudagskvöldU2000_banner2

U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 26. október.

Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Leyfðar eru tvær yfirsetur í umferðum 1-5 sem skal tilkynna fyrir lok umferðarinnar á undan en 1/2 vinningur fæst fyrir yfirsetu.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga og verða allar skákir mótsins birtar.

Sigurvegari u-2000 mótsins 2015 var Haraldur Baldursson.

Teflt er einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum kl. 19.30, í Skákhöll félagsins að Faxafeni 12.

Dagskrá
1. umferð: 26. október kl. 19.30
2. umferð: 2. nóvember kl. 19.30
3. umferð: 9. nóvember kl. 19.30
4. umferð: 16. nóvember kl.19.30
5. umferð: 23. nóvember kl. 19.30
6. umferð: 30. nóvember kl. 19.30
7. umferð: 7. desember kl. 19.30

Tímamörk
90 mín + 30 sek viðbót eftir hvern leik

Verðlaun
1. sæti kr. 30.000
2. sæti kr. 20.000
3. sæti kr. 10.000

Aukaverðlaun kr. 10.000 verða fyrir þann skákmann sem nær flestum samanlögðum vinningum úr bæði U-2000 mótinu og Skákþingi Garðabæjar (samanlögð Buchholz stig ráða ef jafnt á vinningum).

Þátttökugjöld
18 ára og eldri kr. 5.000, kr. 3.000 fyrir félagsmenn í TR
17 ára og yngri kr. 2.000, kr. 1.000 fyrir félagsmenn í TR

Þátttökugjöld greiðast með reiðufé á skákstað eða inn á reikning nr. 0101-26-640269 kt. 6402697669. Vinsamlega sendið kvittun á taflfelag@taflfelag.is með skýringu “u2000”.

Skákstjórn

Þórir Benediktsson; thorirbe76@gmail.com, s. 867 3109

Skráningarform

Skráðir keppendur