Mikið um dýrðir er Æskan og Ellin var haldin í 13.sinnIMG_3659

Hið vinsæla skákmót Æskan og Ellin var haldið í þrettánda sinn um nýliðna helgi í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur. Keppendur að þessu sinni voru alls 62 og skiptist fjöldinn nokkuð jafnt á milli þeirra eldri og þeirra yngri.

Í fyrra stóð fulltrúi ellinnar, Sævar Bjarnason, uppi sem sigurvegari. Sigurvegari mótsins í ár kom hins vegar úr röðum æskunnar, og leyfði pilturinn aðeins eitt jafntefli. Vignir Vatnar Stefánsson, sem bíður þess að vera sleginn til Fídemeistara, veitti engan afslátt við taflborðið og lauk keppni með 8,5 vinning í skákunum níu. Heilum vinningi á eftir Vigni Vatnari komu gömlu brýnin Ögmundur Kristinsson og Bragi Halldórsson. Ögmundur hreppti 2.sætið eftir stigaútreikning. Alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, hlaut 6,5 vinning í 4.sæti.

IMG_3689

Sá elsti, Magnús V. Pétursson (85), og sá yngsti, Jósef Omarsson (5), tefldu í 2.umferð.

Í 2.umferð mættust elsti keppandinn og yngsti keppandinn í hörkuskák. Á þeim munar hvorki fleiri né færri en 80 árum. Magnús V. Pétursson, fyrrum milliríkjadómari í knattspyrnu, sem er á 85. aldursári stýrði þá svörtu mönnunum gegn hinum 5 ára gamla Jósef Omarssyni. Jósef hafnaði fjölmörgum jafnteflisboðum í verri stöðu en þegar hann sá ekki fram á að geta mátað milliríkjadómarann, og átti jafnvel á hættu að verða sjálfur mát, þá sættist Jósef á skiptan hlut. Þessi skák og úrslit hennar er lýsandi fyrir þann anda sem svífur yfir vötnum á þessu skákmóti þegar kynslóðirnar mætast.

Keppt var í fjölmörgum flokkum og urðu efstu keppendur hvers flokks sem hér segir:

 

IMG_3707

80+: Jón, Gunnar og Sigurður.

80 ára og eldri:

 1. Gunnar Kr. Gunnarsson 5 v.
 2. Sigurður E. Kristjánsson 4,5 v.
 3. Jón Víglundsson 4,5 v.
 4. Finnur K. Finnsson 4 v.
 5. Jón Bjarnason 4 v.
 6. Magnús V. Pétursson 3,5 v.

 

 

 

IMG_3704

70-79 ára: Sæbjörn, Þór og Guðfinnur.

70-79 ára:

 1. Þór Már Valtýsson 6 v.
 2. Guðfinnur R. Kjartansson 5,5 v.
 3. Sæbjörn Guðfinnson 5,5 v.
 4. Kristinn Þ. Bjarnason 5,5 v.
 5. Kristján Stefánsson 5 v.
 6. Gísli Gunnlaugsson 4,5 v.
 7. Ásgeir Sigurðsson 4,5 v.
 8. Garðar Víðir Guðmundsson 4,5 v.

 

 

IMG_3702

60-69 ára: Sævar, Ögmundur og Bragi.

60-69 ára:

 1. Ögmundur Kristinsson 7,5 v.
 2. Bragi Halldórsson 7,5 v.
 3. Sævar Bjarnason 6,5 v.
 4. Jón Úlfljótsson 6 v.
 5. Friðgeir K. Hólm 6 v.
 6. Júlíus Friðjónsson 5 v.
 7. Árni Thoroddsen 5 v.
 8. Erlingur Hansson 3,5 v.

 

 

IMG_3709

13-15 ára: Aron, Vignir og Stephan.

13-15 ára:

 1. Vignir Vatnar Stefánsson 8,5 v.
 2. Stephan Briem 6 v.
 3. Aron Þór Mai 6 v.
 4. Nansý Davíðsdóttir 6 v.
 5. Jón Þór Lemery 6 v.
 6. Alexander Oliver Mai 5,5 v.
 7. Birkir Ísak Jóhannsson 5,5 v.
 8. Sindri Snær Kristófersson 5 v.

 

 

IMG_3711

10-12 ára: Róbert, Óskar og Joshua.

10-12 ára:

 1. Óskar Víkingur Davíðsson 6 v.
 2. Róbert Luu 5,5 v.
 3. Joshua Davíðsson 4,5 v.
 4. Kristján Dagur Jónsson 4,5 v.
 5. Stefán Orri Davíðsson 4,5 v.
 6. Magnús Hjaltason 4,5 v.
 7. Benedikt Briem 4,5 v.
 8. Andrés Már Kjartansson 4 v.

 

 

IMG_3713

9 ára og yngri: Adam, Gunnar og Batel.

9 ára og yngri:

 1. Gunnar Erik Guðmundsson 5 v.
 2. Batel Goitom Haile 4 v.
 3. Adam Omarsson 3,5 v.
 4. Anna Katarina Thoroddsen 3,5 v.
 5. Rayan Sharifa 3 v.
 6. Einar Dagur Brynjarsson 3 v.
 7. Bergþóra Helga Gunnarsdóttir 3 v.
 8. Einar Tryggvi Petersen 3 v.

 

 

IMG_3720

Nansý hreppti stúlknaverðlaunin.

IMG_3724

Aukaverðlaun: Anna, Benedikt, Kristján Dagur, Birkir Ísak og Jón Þór.

Yngsti keppandi mótsins, Jósef Omarsson (5), og elsti keppandinn, Magnús V. Pétursson (85), fengu sérstaka viðurkenningu fyrir þátttöku sína í mótinu. Stúlknaverðlaunin komu í hlut Nansýjar Davíðsdóttur en hún fékk 6 vinninga. Þá voru einnig veitt aukaverðlaun fyrir þá keppendur sem höfðu jafnmarga vinninga og verðlaunahafar en voru neðar vegna stigaútreiknings.

 

Riddarinn, skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, með foringja sinn Einar S. Einarsson í broddi fylkingar, á mikið hrós skilið fyrir skipulagningu og utanumhald þessa glæsilega skákmóts. Stuðningur Toppfisks er ekki síður mikilvægur því með öflugan bakhjarl munu mótshaldarar eiga auðveldara um vik að halda veislunni áfram næstu árin. Taflfélag Reykjavíkur þakkar Einari S. og riddurum hans fyrir samstarfið, Jóni Steini Elíassyni hjá Toppfiski fyrir stuðninginn og síðast en ekki síst öllum þeim fjölmörgu skákmönnum sem settust að tafli í Faxafeninu og gerðu Æskuna og Ellina árið 2016 að þeim gleðilega og fallega viðburði sem raunin varð.

Nánari upplýsingar um mótið fá finna á chess-results.