Pétur Pálmi með fullt hús á ÞriðjudagsmótiPétur Pálmi Harðarson vann sannfærandi sigur á Þriðjudagsmótinu þann 12. nóvember síðastliðinn. Hann vann allar skákir sínar fjórar og hækkar fyrir það um 27 atskákstig. Hörður Jónasson hlaut þrjá vinninga en hann hefur verið iðinn við kolann í vetur og er þetta í fyrsta sinn sem kappinn nælir sér í annað sætið. Þriðji varð Helgi Hauksson með 2.5 vinning og aðrir voru með minna. Öll úrslit má nálgast á chess-results

Næsta þriðjudagsmót verður 19. nóvember næstkomandi klukkan 19:30 í TR. Þriðjudaginn 26. nóvember fer fram lokaumferð U-2000 mótsins og frá 3.-4. desember verður Atskákmót Reykjavíkur haldið. Þriðjudagsmótin falla niður þá daga.