Hraðskákmót TR á miðvikudagskvöld – reiknað til stiga



Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 miðvikudaginn 19.október kl. 19:30. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 3 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (3+2). Þessi tímamörk eru þau sömu og FIDE notar í heimsmeistaramótinu í hraðskák. Mótið verður jafnframt reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Hradskakmot_TR_2015-48

Verðlaunahafar á Hraðskákmóti TR árið 2015.

Þátttökugjald er 1000kr fyrir 16 ára og eldri, en 500kr fyrir 15 ára og yngri. Félagsmenn TR sem eru 15 ára og yngri fá frítt í mótið. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Auk þess verður krýndur Hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Skráning í mótið fer fram á mótsstað á miðvikudag og lýkur henni um kl.19:25.

Yfirdómari mótsins verður Ólafur Ásgrímsson.

Í mótinu í fyrra sigraði Oliver Aron Jóhannesson með 11,5 vinning í 14 skákum. Hilmir Freyr Heimisson hlaut 10 vinninga í 2.sæti og Dagur Ragnarsson hreppti þriðja sætið með 9,5 vinning. Hilmir Freyr er núverandi Hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Nánari upplýsingar um mótið í fyrra má finna hér: Hraðskákmót TR 2015

Að loknu hraðskákmótinu fer fram verðlaunaafhending fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur.