Omar Salama genginn í Taflfélag ReykjavíkurEðaldrengurinn, alþjóðlegi skákdómarinn og hinn sterki skákmaður Omar Salama er genginn til liðs við Taflfélag Reykjavíkur.  Hann hefur í mörg ár verið mjög virkur innan skákhreyfingarinnar og ófá mótin hér heima og erlendis sem hann hefur dæmt á undanfarin ár. Hann er ekki síður öflugur skákmaður og verður gaman að sjá hann við skákborðið í framtíðinni undir merkjum TR.

Taflfélag Reykjavíkur býður Omar hjartanlega velkominn í félagið og er þess fullviss að hann mun nýtast vel í því viðamikla starfi sem félagið stendur fyrir.