Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur verður haldið í húsnæði TR að Faxafeni 12 sunnudaginn 4. desember. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Tefldar verða 6 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bætast 3 sekúndur við eftir hvern leik (5+3). Allir grunnskólar ...
Lesa meira »Author Archives: Gauti Páll Jónsson
Josef og Iðunn Unglinga- og Stúlknameistarar Taflfélags Reykjavíkur.
Það vantaði ekki nýliðunina á Barna- unglinga og stúlknameistaramóti Taflfélags Reykjavíkur í dag, en einir 10 krakkar tóku þá þátt í sínu fyrsta skákmóti. Hafa krakkarnir verið dugleg að sækja skákæfingar TR í haust og var nú svo komið að þeim að taka þátt í skákmóti, sem þau gerðu með miklum sóma, enda var það mál manna að sjaldan hefði ...
Lesa meira »Þriðjudagsmót fellur niður í kvöld
Þriðjudagsmót fellur niður í kvöld vegna undanrása fyrir Íslandsmótið í Fischer random, sjá nánar hér. Mánudaginn 28. og þriðjudaginn 29. nóvember næstkomandi fer síðan fram Atskákmót Reykjavíkur.
Lesa meira »Unglingameistaramót TR fer fram á morgun!
Unglingameistaramót Taflfélags Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót T.R., fer fram sunnudaginn 20. nóvember í skákhöll T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13 og áætlað er að mótinu ljúki kl. 17. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. ...
Lesa meira »Atskákmót Reykjavíkur haldið 28.-29. nóvember!
Atskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsakynum TR, Faxafeni 12, 28.-29. nóvember næstkomandi. Tefldar verða níu skákir með tímamörkunum 15+5 (15 mínútur á skákina að viðbættum fimm sekúndum á hvern leik) á tveimur kvöldum. Fyrstu fimm umferðirnar verða mánudagskvöldið 28. nóvember klukkan 19:30 og síðustu fjórar verða þriðjudagskvöldið 29. nóvember klukkan 19:30. Seinni hluti mótsins, þriðjudagskvöldið, kemur í stað venjulegs Þriðjudagsmóts. ...
Lesa meira »Mánaðarhraðskákmót TR fer fram í kvöld!
Nóvember mánaðarhraðskákmót TR fer fram sunnudagskvöldið 13. nóvember klukkan 19:30 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Mótin eru nú endurvakin eftir tasverðan dvala. Stefnt er að svona móti í hverjum mánuði. Mótin eru opin öllum. Ekki er þörf á að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Tefldar verða 9. umferðir með tímamörkunum 3/2. 1000 króna þátttökugjald og 500 fyrir ...
Lesa meira »Blikar Atskákmeistarar Taflfélaga 2022!
Skákdeild Breiðabliks unnu glæsilegan sigur á Atskákkeppni Taflfélaga 2022. Þetta er annað skiptið sem TR heldur þetta mót, og einnig í annað sinn sem Blikar vinna mótið. Eins og Halldór Grétar Einarsson liðsstjóri Breiðabliks benti réttilega á, þá er þetta raunverulega Íslandsmót, hér er lítið um erlenda málaliða eins og á Íslandsmóti skákfélaga. Átta taflfélög mættu til leiks og þar ...
Lesa meira »Þriðjudagsmót fellur niður í kvöld vegna Atskákkeppni Taflfélaga
Þriðjudagsmót fellur niður í kvöld vegna Atskákkeppni Taflfélaga. Næsta Þriðjudagsmót verður því þann 15. nóvember klukkan 19:30 í húsnæði TR, Faxafeni 12.
Lesa meira »Ólafur Thorsson með fullt hús á afar fjölmennu Þriðjudagsmóti
Ólafur Thorsson vann Þriðjudagsmótið 1. nóvember með fullu húsi. Skákirnar virtust vinnast nokkuð sannfærandi nema þá helst gegn Torfa Leóssyni, sem slysaðist til að falla á tíma peði yfir. En klukkan er ekki síður mikilvæg í atskák eins og í hraðskák, eins og sást vel á heimsmeistaramótinu í Fischer slembiskák. 37 keppendur mættu til leiks sem er meira en oft ...
Lesa meira »Æfing fullorðinna fellur niður í kvöld
Skákæfing fullorðinna fellur niður í kvöld vegna forfalla. Annars er dagskráin hér.
Lesa meira »Atskákkeppni Taflfélaga fer fram 7.-8. nóvember
Stuðst við tveggja kvölda dagskrá: Teflt er mánudagskvöldið 7. nóvember klukkan 19:30 og þriðjudagskvölið 8. nóvember klukkan 19:30. Þriðjudaginn 8. nóvember fellur hefðbundið þriðjudagsmót niður. Mótið fer fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Tefldar verða 9. umferðir eftir svissnesku kerfi, umferðir 1-5 á mánudeginum og 6-9 á þriðjudeginum. Teflt verður með tímamörkunum 10+5, 10 mínútur á mann á ...
Lesa meira »Jón Úlfljótsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti!
Jón Úlfljótsson steig ekki feilspor á Þriðjudagsmóti TR þann 4. október síðastliðinn, og vann allar sínar skákir fimm að tölu. Græðir hann 17 stig fyrir það. Næstir í röðinni urðu þeir Brynjólfur Sigurjónsson, Egill Gautur Steingrímsson, Kristófer Orri Guðmundsson og Magnús Sigurðsson með fjóra vinninga. Mótið var vel sótt, 29 manns mættu til leiks þetta kvöldið, en mætingin hefur undanfarið ...
Lesa meira »U2000 móti hefst á morgun! Y2000 móti aflýst
Yfir 2000 mótinu hefur verið aflýst vegna dræmrar þátttöku. U2000 hins vegar í fullu fjöri! Þátttökurétt í U2000 mótinu hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Miðað er við októberlista Fide 2022. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Leyfðar eru ...
Lesa meira »Mánaðahraðskákmót TR endurvakin!
Mánaðahraskákmót TR munu hefja aftur göngu sína á næstunni. Eitt hraðskákmót í mánuði. Taflmennskan hefst klukkan 19:30 á sunnudagskvöldum og tefldar verða 9 hraðskákir með tímamörkunum 3+2. Mótin verða reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. 1000 krónur inn fyrir fullorðna og 500 fyrir 17. ára og yngri, þátttökugjald rennur að mestu leyti í verðlaun. Fyrsta mánaðarhraðskákmótið verður sunnudaginn 13. nóvember klukkan 19:30.
Lesa meira »Hraðskákmót TR fer fram 28. september klukkan 19:30
Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 miðvikudaginn 28. september kl. 19.30. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga Þátttökugjald er 1.000kr fyrir 18 ára og eldri, en 500kr fyrir 17 ára og yngri – greiðist með reiðufé á staðnum. Félagsmenn TR ...
Lesa meira »Skákæfingar fullorðinna hefjast í kvöld!
Skákæfingar fyrir 16 ára og eldri Haldnir eru hálfsmánaðarlegir fyrirlestrar. Eftir um klukkutíma fyrirlestur er sett upp lítið hraðskákmót. Æfingarnar hefjast klukkan 19:30 og þeim lýkur um klukkan 21:30. Ingvar Þór Jóhannesson mun hafa yfirumsjón með æfingunum en einnig verða fengnir gestafyrirlesarar. Ekki er tekið við skráningum í þessar æfingar, heldur mun kosta 1000kr. á hvern fyrirlestur. Fyrirlestrarnir fara fram ...
Lesa meira »Arnar Milutin efstur á fyrsta útsenda Þriðjudagsmótinu!
Þriðjudagskvöldið 6. september síðastliðinn fór fram fyrsta Þriðjudagsmótið í beinni útsendingu! Ingvar Þór Jóhannesson fylgdi mótinu á youtube rás sinni, en teflt var upp á palli á beinleiðis borðunum þar, 6 borð, tólf manns. Arnari Milutin Heiðarssyni tókst að vinna mótið með fullu húsi, og vann á leið sinni á topinn meðal annars alþjóðlega meistarann Vigni Vatnar Stefánsson. Fjórir skákmenn ...
Lesa meira »Haustmót TR hefst á morgun – Skráningu í lokaða flokka lýkur klukkan 22 í kvöld!
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2022 hefst miðvikudaginn 7. september kl. 18:30. Mótið, sem var fyrst haldið árið 1934, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Sævar Bjarnason. ...
Lesa meira »Fyrsta Live Þriðjudagsmótið á morgun!
Fyrsta Þriðjudagsmót sögunnar sem sýnt verður beint frá á netinu, verður á morgun! Efstu borðin verða bein útsendingarborð og mun Fide meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson sjá um að skýra skákirnar. Búast má við nokkuð sterku móti! Hlekkur á beinu útsendingum verður settur á skák.is og á Facebook síðuna íslenskir skákmenn. Almenn auglýsing þriðjudagsmótanna: Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru ...
Lesa meira »Dagskrá Þriðjudagsmóta í haust
Dagskrá Þriðjudagsmóta TR fram að áramótum verður svona: September 6. september, 13. september, 20. september, 27. september. Október 4. október, 11. október, 18. október, 25. október Nóvember 1. nóvember, 15. nóvember, 22. nóvember. Þriðjudaginn 8. nóvember fellur niður mót vegna Atskákkeppni Taflfélaga. Þriðjudaginn 29. nóvember fellur niður mót vegna Atskákmóts Reykjavíkur. Desember 13. desember, 20. desember. Þriðjudaginn 6. desember ...
Lesa meira »