Hallgerður efst á Þriðjudagsmóti 27. desemberLandsliðskonan Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir fékk 4.5 vinning af 5 á Þriðjudagsmótinu milli jóla og nýjárs, þann 27. desember. Þrír skákmenn fengu 4 vinninga, þeir Gauti Páll Jónsson, Kristófer Orri Guðmundsson og Arnar Ingi Njarðarson. 22 skákmenn mættu til leiks. Verðlaun fyrir bestan árangur miðað við stig fékk Pétur Alex Guðjónsson (1287) með árangur upp á 1621 stig, og hækkar hann um heil 58 atskákstig.

Úrslit og stöðu mótsins má nálgast á chess-results.

Fyrsta Þriðjudagsmót nýja ársins verður þann 3. janúar og hefst klukkan 19:30. Rétt er að ítreka að mótin eru opin öllum, eins og kemur skýrt fram í auglýsingu mótanna. Reyndar eru öll mót TR opin öllum nema annað komi sérstaklega fram, eins og ef um barnamót sé að ræða.