Grímur Daníelsson efstur á Þriðjudagsmóti 20. desemberJon Olav Fivelstad sá um skákstjórn á Þriðjudagsmótinu þann 20. desember í fjarveru Gauta Páls, sem var strandaglópur í Póllandi eftir taflmennsku á EM í at-og hraðskák. Hann komst þó heill heim, eftir að hafa gefið elóstigin sín til góðra málefna.

Grímur Daníelsson vann mótið með 4.5 vinning af 5, og hlaut Aron Ellert Þorsteinsson 4 vinninga. Þeir Aron og Grímur gerðu jafntefli en Aron bætti við sig einu slíku til viðbótar, sem tryggði Grími sigurinn. Árangursverðlaunin fékk David Walter Lentz, allavega ef hann sér message-request á Facebook með verðlaunakóðanum hjá Skákbúðinni! (Frá Gauta Páli!)

16 skákmenn mættu til leiks á mótið, en líklega má kenna veðri um að mæting hafi dottið undir 20 í fyrsta sinn í talsverðan tíma.

Úrslit og stöðu má nálgast á chess-results.