Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Sjöunda umferð Rvk open

Hannes Hlífar Stefánsson (2563) gerði jafntefli við stigahæsta keppanda Reykjavíkurmótsins, Alexander Areschchenko (2673), í sjöundu umferð sem fram fór í gær. Hannes er efstur Íslendinga ásamt Héðni Steingrímssyni (2547) í 6.-15. sæti með 5 vinninga.  Næstur TR-inga er Þröstur Þórhallsson (2442) með 4,5 vinning eftir sigur í gær. Líkt og Þröstur sigruðu Kristján Örn Elíasson (1940) og Páll Andrason (1564) ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót féll niður

Fimmtudagsmót TR sem vera átti síðastliðið fimmtudagskvöld féll niður.  Vegna óviðráðanlegra orsaka láðist að gefa út tilkynningu þess efnis. Stjórn Taflfélags Reykjavíkur biðst velvirðingar á því.   Mótunum verður framhaldið næsta fimmtudagskvöld, 2. apríl kl. 19.30.

Lesa meira »

Hannes í hópi efstu manna á Rvk open

Þegar sex umferðum er lokið á Reykjavíkurmótinu er Hannes Hlífar Stefánsson (2563) í 5.-12. sæti með 4,5 vinning eftir góðan sigur á ítalska alþjóðlega meistaranum, Denis Rombaldoni (2418), í sjöttu umferð sem fram fór í gær.  Hannes mætir stigahæsta keppanda mótsins, Alexander Areshchenko (2673), í sjöundu umferð. Hannes var eini á meðal TR meðlima sem sigraði í sjöttu umferðinni en ...

Lesa meira »

Hannes enn efstur TR-inga á Rvk open

Fimmta umferð Reykjavíkurmótsins fór fram í gær.  Hannes Hlífar Stefánsson (2563) gerði jafntefli við þýska alþjóðlega meistarann Dennis Breder (2427) og er í 12.-26. sæti með 3,5 vinning.  Stefán Kristjánsson (2472) tapaði fyrir stigahæsta keppanda mótsins, úkraínska stórmeistaranum Alexander Areshchenko (2673). Páll Andrason (1564), Víkingur Fjalar Eiríksson (1882), Björn Jónsson (2012), Frímann Benediktsson (1939) og Kristján Örn Elíasson (1940) töpuðu ...

Lesa meira »

Hannes og Stefán efstir TR-inga á Rvk open

Hannes Hlífar Stefánsson (2563) gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann Nils Grandelius (2464) í fjórðu umferð Reykjavíkurmótsins sem fram fór í dag.  Stefán Kristjánsson (2472), Björn Jónsson (2012) og Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir (1775) unnu einnig sínar skákir.  Víkingur Fjalar Eiríksson (1882), Kristján Örn Elíasson (1940) og Frímann Benediktsson (1939) gerðu allir jafntefli við mun stigahærri andstæðinga en bæði Kristján og Frímann hafa ...

Lesa meira »

Hannes í 6.-18. sæti á Rvk open

Hannes Hlífar Stefánsson (2563) er efstur TR-inga í 6.-18 sæti með 2,5 vinning að lokinni þriðju umferð Reykjavíkurmótsins sem fram fór í dag.  Hannes sigraði Bolvíkinginn, Guðmund Gíslason (2351).  Stefán Kristjánsson (2472), Guðmundur Kjartansson (2365), Víkingur Fjalar Eiríksson (1882) og Kristján Örn Elíasson (1940) unnu einnig en Kristján lagði Guðmund Halldórsson (2248). Frímann Benediktsson (1939) fylgdi eftir góðum sigri í ...

Lesa meira »

Þröstur, Stefán og Frímann unnu í 2. umf. Rvk open

SM Þröstur Þórhallsson (2442), AM Stefán Kristjánsson (2472) og Frímann Benediktsson (1939) sigruðu sína andstæðinga í annari umferð Reykjavíkurskákmótsins.  Þröstur og Stefán lögðu stigalægri andstæðinga en Frímann sigraði Ólaf Þórsson (2199).  Hannes Hlífar og Kristján Örn gerðu jafntefli en aðrir TR-ingar töpuðu. Sextán skákmenn eru efstir og jafnir með með fullt hús og þar á meðal er Þröstur.  Þriðja umferð ...

Lesa meira »

Frumraun í skráningu skáka á laugardagsæfingu

Þegar tefldar eru hraðskákir eða styttri skákir gerist margt og mikið á skákborðinu og stundum man maður ekki stundinni lengur hvað maður var að tefla! Þó getur verið að maður muni einstaka sinnum eftir flottu máti eða þegar maður missti drottninguna í “miklu betri stöðu”! Þegar tefldar eru lengri skákir, eins og t.d. á Haustmóti T.R., Skákþingi Reykjavíkur eða á ...

Lesa meira »

Tólf TR-ingar taka þátt í Rvk open

Tólf meðlimir Taflfélags Reykjavíkur eru meðal þátttakenda á Reykjavíkurskákmótinu sem hófst í dag.  Alls eru 110 keppendur skráðir til leiks og er Úkraínski stórmeistarinn, Alexander Areshchenko (2673), þeirra stighæstur en stigahæstur Íslendinga er stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2563). Hér má sjá lista yfir þá TR-inga sem taka þátt en í fyrstu umferð sigruðu Hannes, Þröstur og Guðmundur en aðrir töpuðu, ...

Lesa meira »

Taflfélag Bolungarvíkur Íslandsmeistari skákfélaga

Íslandsmóti skákfélaga 2008-2009 lauk í gær með yfirburðarsigri a-sveitar Taflfélags Bolungarvíkur.  Snemma móts varð ljóst að Bolungarvík ætti sigurinn vísan enda sveitin gríðarlega vel mönnuð erlendum stórmeisturum.  Keppnin um efsta sætið varð því aldrei spennandi og þegar upp var staðið var forskotið níu vinningar en a-sveit Hellis varð önnur og Fjölnismenn urðu þriðju.  Lið Taflfélags Reykjavíkur var ekki nógu sterkt ...

Lesa meira »

Helgi sigraði á fimmtudagsmóti

Helgi Brynjarsson sigraði á síðastliðnu fimmtudagsmóti með 8,5 vinning úr 9 umferðum. Helgi var heilum vinningi á undan næsta manni sem var Patrekur Maron Magnússon með 7,5 vinning en í 3. sæti var Jon Olav Fivelstad með 7 vinninga. Aðeins 9 keppendur voru með að þessu sinni og kepptu allir við alla 7 mínútna skákir.   Lokastaðan:   1   Helgi ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingin 14. mars

Skákæfingin síðasta laugardag var með hefðbundnu sniði. Tefldar voru 5 umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma og Sævar Bjarnason var með skákskýringar á stóra skáksýningarborðinu. Fjórir drengir mættu á sína fyrstu skákæfingu og þeir ýmist tóku þátt í æfingamótinu eða fylgdust með og fengu einkakennslustund hjá Sævari við skákborðið hluta af tímanum. Krakkarnir sem eru orðin dálítið “sjóuð” í notkun skákklukknanna ...

Lesa meira »

Góður árangur TR-inga á Íslandsmóti barnaskólasveita

Á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fram fór í Rimaskóla laugardaginn 7. febrúar tóku 40 sveitir þátt hvaðanæva af landinu (vel yfir 160 skákkrakkar tefldu í mótinu!). Nokkrir T.R.-ingar voru þar á meðal keppenda fyrir sína skóla. Vert er að minnast á frammistöðu tveggja T.R.-inga í mótinu, þeirra Birkis Karls Sigurðssonar (1355) og Friðriks Þjálfa Stefánssonar (1645). Þeir tefldu báðir á 1. ...

Lesa meira »

Guðmundur að rétta sinn hlut á First Saturday

Guðmundur Kjartansson (2356) sigraði stórmeistarann Dragan Kosic (2521) í sjöundu umferð First Saturday mótsins sem fram fer í Búdapest.  Eftir töp í fyrstu þremur umferðunum hefur Guðmundur rétt úr kútnum og hefur nú tvo vinninga að loknum sjö umferðum og er í 10.-11 sæti í sínum flokki en hann teflir í stórmeistaraflokki og er stigalægstur þátttakenda. Heimasíða mótsins

Lesa meira »

Þorvarður Fannar sigraði á fimmtudagsmóti

Þorvarður Fannar Ólafsson sigraði á síðastliðnu fimmtudagsmóti með 8,5 vinning úr 9 umferðum.  Í 2.-3. sæti urðu Helgi Brynjarsson og Kristján Örn Elíasson með 7 vinninga. Sverrir Sigurðsson varð í 4. sæti með 6,5 vinning og var sá eini sem náði skori gegn Þorvarði en þeir gerðu jafntefli. Þorvarður varð þó að hafa fyrir sigri sínum á mótinu og gerði ...

Lesa meira »

Fjöltefli gegn Sævari á laugardagsæfingu

16 börn mættu á laugardagsæfinguna 7. mars. Sævar Bjarnason tefldi fjöltefli við allan hópinn. Leikar fóru 16-0 fyrir Sævari, en ekki unnust allar skákirnar auðveldlega hjá Sævari. Á tímabili leit út fyrir að einn drengur næði jafntefli á móti alþjóðlega meistaranum, en þó það tækist ekki í þetta sinn var þetta góð frammistaða gegn svo sterkum skákmanni sem Sævar er. ...

Lesa meira »

Guðmundur teflir á First Saturday

Guðmundur Kjartansson (2365) tekur þessa dagana þátt í First Saturday mótinu sem fram fer í Búdapest.  Guðmundur hefur tapað fyrstu þremur skákunum en hann teflir í stórmeistaraflokki þar sem hann er lægstur á stigum en meðalstig flokksins eru 2452. Heimasíða mótsins

Lesa meira »

Gunnar Finnsson sigraði á fimmtudagsmóti

Gunnar Finnsson var einn efstur á fimmtudagsmóti TR með 9,5 vinning úr 11 umferðum. Keppendur tefldu allir við alla (Round Robin) 7 mínútna skákir og var keppnin nokkuð jöfn allan tímann en úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni. TR-ingurinn Björgvin Kristbergsson var sýnd veiði en ekki gefin og sannaði hið fornkveðna; að menn vaða ekki í vélarnar!   Strax ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld – aukaverðlaun í boði!

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Þetta er ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingin 28. febrúar

  24 krakkar mættu á laugardagsæfinguna síðustu. Tefldar voru 5 umferðir. Alveg tilvalið að tefla mikið þessa dagana því núna um helgina fer fram Íslandsmót barnaskólasveita í Rimaskóla. En þetta er liðakeppni skólanna fyrir 1. – 7. bekk (sjá auglýsingu um mótið á skak.is frá 2. mars). Ef að skólastjórar eða kennarar skólanna eiga ekki frumkvæði af að senda sveit eða ...

Lesa meira »