Guðmundur með jafntefli í 5. og 6. umferðGuðmundur Kjartansson (2388) er aðeins að rétta sinn kút á Big Slick mótinu sem fram fer í samnefndum klúbbi í London.  Eftir jafntefli í fjórðu umferð gerði hann jafntefli við rússneska skákmanninn, Alexei Slavin (2308), í fimmtu umferð og sömuleiðis jafntefli við enska stórmeistarann, Daniel W. Gormally í þeirri sjöttu.

Í dag mætir Guðmundur enska alþjóðlega meistaranum, Simon Ansell (2394).