Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Þorvarður Fannar sigraði á fimmtudagsmóti

Þorvarður Fannar Ólafsson sigraði á síðastliðnu fimmtudagsmóti með 8,5 vinning úr 9 umferðum.  Í 2.-3. sæti urðu Helgi Brynjarsson og Kristján Örn Elíasson með 7 vinninga. Sverrir Sigurðsson varð í 4. sæti með 6,5 vinning og var sá eini sem náði skori gegn Þorvarði en þeir gerðu jafntefli. Þorvarður varð þó að hafa fyrir sigri sínum á mótinu og gerði ...

Lesa meira »

Fjöltefli gegn Sævari á laugardagsæfingu

16 börn mættu á laugardagsæfinguna 7. mars. Sævar Bjarnason tefldi fjöltefli við allan hópinn. Leikar fóru 16-0 fyrir Sævari, en ekki unnust allar skákirnar auðveldlega hjá Sævari. Á tímabili leit út fyrir að einn drengur næði jafntefli á móti alþjóðlega meistaranum, en þó það tækist ekki í þetta sinn var þetta góð frammistaða gegn svo sterkum skákmanni sem Sævar er. ...

Lesa meira »

Guðmundur teflir á First Saturday

Guðmundur Kjartansson (2365) tekur þessa dagana þátt í First Saturday mótinu sem fram fer í Búdapest.  Guðmundur hefur tapað fyrstu þremur skákunum en hann teflir í stórmeistaraflokki þar sem hann er lægstur á stigum en meðalstig flokksins eru 2452. Heimasíða mótsins

Lesa meira »

Gunnar Finnsson sigraði á fimmtudagsmóti

Gunnar Finnsson var einn efstur á fimmtudagsmóti TR með 9,5 vinning úr 11 umferðum. Keppendur tefldu allir við alla (Round Robin) 7 mínútna skákir og var keppnin nokkuð jöfn allan tímann en úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni. TR-ingurinn Björgvin Kristbergsson var sýnd veiði en ekki gefin og sannaði hið fornkveðna; að menn vaða ekki í vélarnar!   Strax ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld – aukaverðlaun í boði!

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Þetta er ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingin 28. febrúar

  24 krakkar mættu á laugardagsæfinguna síðustu. Tefldar voru 5 umferðir. Alveg tilvalið að tefla mikið þessa dagana því núna um helgina fer fram Íslandsmót barnaskólasveita í Rimaskóla. En þetta er liðakeppni skólanna fyrir 1. – 7. bekk (sjá auglýsingu um mótið á skak.is frá 2. mars). Ef að skólastjórar eða kennarar skólanna eiga ekki frumkvæði af að senda sveit eða ...

Lesa meira »

Helgi Brynjarsson og Kristján Örn sigruðu á fimmtudagsmóti

Helgi Brynjarsson og Kristján Örn Elíasson urðu efstir og jafnir með 7 vinninga  úr 9 umferðum á hinu venjubundna fimmtudagsmóti Taflfélags Reykjavíkur. Helgi varð ofar á stigum og telst því sigurvegari. Aðeins hálfum vinningi á eftir komu Þórir Benediktsson og Elsa María með 6,5 vinning. Þórir byrjaði mótið vel og var einn efstur með eins vinnings forskot fyrir sjöundu umferð ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

Bronsheftin afhent á laugardagsæfingu

26 krakkar mættu á skákæfinguna laugardaginn 21. febrúar. Tefldar voru fimm umferðir eftir Monradkerfi með 7. mín. umhugsunartíma. Í lokin fengu þau sem vildu (sem voru öll sömul!) endataflsæfingar með sér heim.   Þetta eru hin “frægu” endatöfl sem tilheyra “Bronsheftinu” svokallaða sem Taflfélag Reykjavíkur gaf út með þáverandi Æskulýðráði Reykjavíkur fyrir mörgum, mörgum, mörgum árum! Flestir af bestu skákmönnum ...

Lesa meira »

Gunnar Finnsson og Jon Olav sigruðu á fimmtudagsmóti

Gunnar Finnsson og Jon Olav Fivelstad urðu efstir og jafnir á fimmtudagsmóti Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór í gærkvöld. Þeir hlutu 7,5 vinning úr 9 skákum en umhugsunartími keppenda var 7 mínútur. Gunnar var úrskurðaður sigurvegari þar sem hann reyndist hærri á Median-Buchholz stigum. Fast á hæla þeim komu þeir Kristján Örn með 7 vinninga og Helgi Brynjarsson með 6,5 ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

Liðakeppni á laugardagsæfingu

Skákæfingin síðasta snérist um taflmennsku í liði. Skákin er jú mikil einstaklingsíþrótt, ef svo má segja, en keppnisform skákarinnar er með ýmsu móti. Ekki er einungis teflt í einstaklingsmótum heldur einnig í sveitakeppnum. Að keppa í liði þýðir, að úrslit sérhverrar skákar hafa áhrif á frammistöðu liðsins í heild, en ekki aðeins fyrir einstaklinginn sjálfan.   Þetta var engin alvarleg keppni ...

Lesa meira »

Friðrik Þjálfi þriðji á Norðurlandamóti ungmenna

Friðrik Þjálfi Stefánsson hafnaði í þriðja sæti í sínum flokki, 12 ára og yngri, á Norðurlandamóti ungmenna sem lauk í gær, sunnudag.  Sannarlega glæsilegur árangur hjá Friðriki sem var áttundi í stigaröðinni fyrir mót.  Það er alveg ljóst að Friðrik Þjálfi á eftir að vera áberandi í íslensku skáklífi á komandi árum.

Lesa meira »

Eiríkur sigraði á fimmtudagsmóti

Eiríkur Björnsson sigraði á fimmtudagsmóti gærkvöldsins en tefldar voru 2×7 umferðir með fimm mínútna umhugsunartíma.  Eiríkur hlaut 11,5 vinning en fast á hæla hans kom annar TR-ingur, og ekki síður efnilegur, Þórir Benediktsson með 11 vinninga.  Þriðji var svo hinn ungi Hellisbúi, Helgi Brynjarsson með 8 vinninga, en hann er á mikilli siglingu þessa dagana þó svo að hann hafi ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

Góður árangur T.R. félaga á Íslandsmóti stúlkna

Þrjár stúlkur úr T.R. tóku þátt í Íslandsmóti stúlkna sem fram fór í Salskóla nú á sunnudaginn var. Þetta voru systurnar Halldóra Freygarðsdóttir og Sólrún Elín Freygarðsdóttir svo og Veronika Steinunn Magnúsdóttir. Þær hafa allar verið mjög duglegar að mæta á laugardagsæfingarnar frá því í haust og náðu prýðisárangri á Íslandsmótinu. Veitt voru verðlaun í nokkrum aldursflokkum og hlaut Sólrún ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingin 7. febrúar

Enn og aftur gefst tækifæri á að fagna mikilli þátttöku á laugardagsæfingunum. Á síðustu skákæfingu, þeirri 5. frá áramótum talið, mættu 28 krakkar og þar af voru fimm að koma í fyrsta sinn. Tefldar voru 5 umferðir með 7 mín. umhugsunartíma. Tveir skákmenn vildu bara fylgjast með á þessari æfingu í stað þess að tefla allan tímann og er það ...

Lesa meira »

Unglinga- og stúlknameistaramót Rvk verða haldin í maí

Til stóð að Taflfélag Reykjavíkur héldi ofangreind mót í lok janúar en vegna óviðráðanlegra orsaka, s.s. fjölda annarra móta á þessum tíma, féllu þau niður.  Stjórn T.R. hefur því ákveðið nýjar dagsetningar fyrir mótin: Unglingameistaramót Reykjavíkur verður haldið laugardaginn 9. maí 2009 í húsnæði T.R. Stúlknameistaramót Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 10. maí 2009 í húsnæði T.R. Nánari upplýsingar verða birtar ...

Lesa meira »

Sverrir sigurvegari fimmtudagsmóts

Sverrir Þorgeirsson bar sigur úr býtum á skemmtilegu og spennandi fimmtudagsmóti Taflfélags Reykjavíkur. Hann fékk 8 vinninga úr 9 umferðum en tefldar voru 7 mínútna skákir. Strax í 1. umferð tapaði Sverrir fyrir Jorge Fonseca en lét ekki bugast og sigraði alla sína andstæðinga eftir það. Í 5. umferð lagði hann Kristján Örn sem þá leiddi mótið með fullu húsi ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld – aukaverðlaun!

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Sérstök aukaverðlaun ...

Lesa meira »