Friðrik Þjálfi þriðji á Norðurlandamóti ungmennaFriðrik Þjálfi Stefánsson hafnaði í þriðja sæti í sínum flokki, 12 ára og yngri, á Norðurlandamóti ungmenna sem lauk í gær, sunnudag.  Sannarlega glæsilegur árangur hjá Friðriki sem var áttundi í stigaröðinni fyrir mót.  Það er alveg ljóst að Friðrik Þjálfi á eftir að vera áberandi í íslensku skáklífi á komandi árum.