Guðmundur kominn á blað í London



Guðmundur Kjartansson (2388) gerði jafntefli við enska fide meistarann, Robert Eames (2312), í fjórðu umferð Big Slick skákmótsins sem fram fer í London.  Guðmundur hefur hálfan vinning að loknum fjórum umferðum.  Nú er bara að vona að fyrsti punktur Guðmundar verði til þess að hann komist á skrið í kjölfarið en á morgun mætir hann rússneska skákmanninum, Alexei Slavin (2308), og stýrir hvítu mönnunum.

Guðmundur teflir í lokuðum og nokkuð sterkum stórmeistaraflokki þar sem stigahæsti keppandinn er með 2517 skákstig.  Tíu keppendur eru í flokknum og tefla allir við alla, níu umferðir.  Til að ná stórmeistaraáfanga þarf 7 vinninga og 5,5 til að ná alþjóðlegum áfanga.

Staðan eftir fjórar umferðir:

1 GM Arkell, Keith C 3.0 ENG M 2517 2545 +0.16 ½ 1 1 ½
2 GM Cherniaev, Alexander 3.0 RUS M 2423 2640 +1.13 ½ 1 1 ½
3 Slavin, Alexei 3.0 RUS M 2308 2554 +1.30 1 ½ ½ 1
4 GM Galego, Luis 2.5 POR M 2454 2470 +0.08 1 ½ ½ ½
5 IM Rudd, Jack 2.0 ENG M 2357 2381 +0.12 1 0 1 0
6 Poobalasingam, Peter S 2.0 ENG M 2240 2406 +0.83 ½ ½ ½ ½
7 GM Gormally, Daniel W 1.5 ENG M 2487 2291 -1.08 ½ 0 ½ ½
8 IM Ansell, Simon T 1.5 ENG M 2394 2331 -0.37 0 1 0 ½
9 FM Eames, Robert S 1.0 ENG M 2312 2167 -0.75 0 ½ 0 ½
10 FM Kjartansson, Gudmundur 0.5 ISL M 2388 2080 -1.42 0 0 0 ½

Heimasíða mótsins