Þorvarður Ólafsson með afgerandi forystu á öðlingamótiÞorvarður Ólafsson sigraði Jóhann Ragnarsson í 6. umferð öðlingamótsins sem fram fór í gærkvöldi. Hann hefur nú 1.5 vinnings forystu. En Bjarni Hjartarsson og Eggert Ísólfsson eru þeir einu sem náð gætu honum að vinningumen skák þeirra í gærkvöldi var frestað þar til í kvöld. Þorvarður hefur nú 5.5 vinninga en næstu menn hafa 4 vinninga. Úrslit  gærkvöldsins má sjá hér og stöðuna í mótinu má nálgast hér. Pörun 7 og síðustu umferðar mun liggja fyrir eftir skák Bjarna og Eggerts í kvöld.