Guðmundur vann í 2. umferð en Aron tapaðiGuðmundur Kjartansson (2356) sigraði skoska skákmanninn Graeme Kafka (2077) í 2. umferð Skoska meistaramótsins sem fram fór í dag.  Aron Ingi Óskarsson (1876) tapaði hinsvegar fyrir Englendingnum Dominic Foord (2069).

Guðmundur er með fullt hús, tvo vinninga, en Aron Ingi er ekki kominn á blað.  Ekki liggur fyrir pörun þriðju umferðar sem fer fram á morgun.

Heimasíða mótsins

Skákirnar í beinni