Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Sigurlaug Regína nýr formaður Taflfélags Reykjavíkur

Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir var í gær kjörin formaður Taflfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins.  Óttar Felix Hauksson var kjörinn varaformaður. Aðrir meðstjórnendur voru kjörnir: Júlíus L. Friðjónsson, Ólafur S. Ásgrímsson, Magnús Kristinsson, Eiríkur K. Björnsson og Elín Guðjónsdóttir. Í varastjórn sitja, í réttri röð: Björn Jónsson, Kristján Örn Elíasson, Þórir Benediktsson og Torfi Leósson.   Sigurlaug er önnur konan sem gegnir ...

Lesa meira »

Aðalfundur TR í kvöld kl. 20

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn í kvöld, 8. jún kl. 20 í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Venjuleg aðalfundarstörf.

Lesa meira »

Jóhann sigraði á fjölmennu fimmtudagsmóti

Jóhann H. Ragnarsson bar sigur úr býtum á síðasta fimmtudagsmóti vetrarins sem Taflfélag Reykjavíkur stóð fyrir í fyrrakvöld. Jóhann hlaut 8,5 vinning úr níu skákum en hann var með forystu allan tímann og leyfði aðeins jafntefli gegn Kristjáni Erni Elíassyni í sjöttu umferð. Júlíus L. Friðjónsson varð annar með 8 vinninga en í þriðja sæti með 6 vinninga var Sverrir ...

Lesa meira »

Síðasta fimmtudagsmót vetrarins í kvöld hjá TR

Síðasta fimmtudagsmótið að sinni verður haldið í kvöld. Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.   Í ...

Lesa meira »

Aðalfundur TR fer fram í kvöld kl. 20

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 25. maí kl. 20 í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf.

Lesa meira »

Daði Ómarsson í þriðja sæti á Meistaramóti Skákskólans

Daði Ómarsson (2098) úr Taflfélagi Reykjavíkur hafnaði í þriðja sæti á Meistaramóti Skákskólans sem fram fór nú um helgina.  Daði hlaut 5 vinninga úr 7 skákum en tap gegn Bjarna Jens Kristinssyni (1940) í síðustu umferðinni kostaði hann efsta sætið.  Jafnir í 1.-2. sæti með 6 vinninga voru Sverrir Þorgeirsson (2110) og Bjarni Jens.  Fyrstu þrjár umferðirnar voru atskákir en ...

Lesa meira »

Kristján Örn og Sverrir Þorgeirsson sigruðu á fimmtudagsmóti

Kristján Örn Elíasson og Sverrir Þorgeirsson sigruðu á síðastliðnu fimmtudagsmóti en þeir hlutu 9 vinninga í 11 umferðum. Í 3.-4. sæti urðu Elsa María Kristínardóttir og Örn Stefánsson með 8 vinninga. Keppendur voru 12 og tefldu allir við alla 7 mínútna skákir. Rétt er að minna á að á síðasta móti vetrarins, fimmtudaginn 28. maí nk., verður happdrætti þar sem ...

Lesa meira »

Bragi Halldórsson sigurvegari á hraðskákmóti öðlinga

Hraðskákmót öðlinga, sem Taflfélag Reykjavíkur stendur fyrir ár hvert, fór fram í gærkveld í skákhöll félagsins að Faxafeni 12.  Mikil spenna var allt mótið og mjög skemmtilegt stemning myndaðist enda eru öðlingamótin sérstök að því leyti að þátttaka er þeim aðeins heimiluð sem náð hafa 40 ára aldri. Eitt af því skemmtilega við þessi mót er að á þeim leiða ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld, uppstigningardag

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld. Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.   ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld

Hraðskákmót öðlinga verður haldið í félagsheimili TR, að Faxafeni 12, miðvikudaginn 20. maí.  Mótið hefst kl. 19:30 og tefldar verða 2×7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Þátttökugjald er 500 kr. Allir skákmenn 40 ára og eldri velkomnir. Verðlaunapeningar fyrir þrjú efstu sætin. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur ásamt fleira góðgæti. Að móti loknu verður verðlaunaafhending fyrir aðalmótið og ...

Lesa meira »

Elsa María sigraði á fimmtudagsmóti

Elsa María Kristínardóttir kom, sá og sigraði á fimmtudagsmóti Taflfélags Reykjavíkur en hún fékk 9.5 vinning úr 11 umferðum. Í 2. sæti varð Kristján Örn Elíasson með 9 vinninga og í 3.-5. sæti urðu Þórir Benediktsson, Jóhannes Björn Lúðvíksson og Ólafur Kjaran Árnason með 8 vinninga. Tefldar voru 11 umferðir, allir við alla, þar sem hver keppandi hafði 5 mínútna ...

Lesa meira »

Björn Þorsteinsson öðlingameistari

Björn Þorsteinsson (2204) er öðlingameistari TR eftir að hafa gert jafntefli við Þór Valtýsson (2090) í lokaumferðinni sem fram fór á miðvikudagskvöld.  Björn hlaut 6 vinninga.  Jóhann H. Ragnarsson (2108) varð annar með 5½ vinning og Bragi Halldórsson (2238) og Þór urðu í 3.-4. sæti með 5 vinninga.  Sannarlega glæsilegt mót hjá Birni sem hækkar um 25 skákstig.   Lokastaðan: ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld. Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.   ...

Lesa meira »

Öðlingamótið í fullum gangi

Undanfarnar vikur hefur farið fram skákmót öðlinga sem Taflfélag Reykjavíkur heldur ár hvert.  Þátttökurétt hafa allir þeir sem náð hafa 40 árunum og ávalt skapast skemmtileg stemning á þessum mótum þar sem margar “fornar og aldnar” hetjur skákborðsins etja saman kappi í skákhöllinni að Faxafeni 12. Meðal þeirra sem taka þátt í ár eru Þorsteinn Þorsteinsson (2288), Bragi Halldórsson (2238) ...

Lesa meira »

Elín Nhung Hong Bui stúlknameistari Reykjavíkur

Sunnudaginn 10. maí fór fram Stúlknameistaramót Reykjavíkur. Mótið var haldið í Taflfélagi Reykjavíkur í Faxafeni. Til stóð að tefldar yrðu 15 mínútna skákir, 7 umferðir með Monrad fyrirkomulagi. Einungis 10 stúlkur mættu til leiks, svo að mótshaldarar lögðu til að keppnisfyrirkomulagi yrði breytt, þannig að tefldar yrðu 10 mínútna skákir, allir tefli við alla. Keppendur samþykktu einróma þetta breytta keppnisfyrirkomulag. ...

Lesa meira »

Stúlknameistaramót Reykjavíkur fer fram í dag

Stúlknameistaramót Reykjavíkur fer fram í Skákhöllinni í Faxafeni sunnudaginn 10. maí og hefst kl. 14. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunartími fyrir hverja skák 15 mínútur á hvorn keppanda. Þetta er í sjötta skipti sem Taflfélagi Reykjavíkur heldur mótið, en þess má geta að Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir hefur borið sigur úr býtum fimm ár í röð! Keppt er um veglegan ...

Lesa meira »

Dagur Kjartansson unglingameistari Reykjavíkur 2009

Unglingameistarmót Reykjavíkur 2009 fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur laugardaginn 9. maí kl. 14. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monradkerfi og umhugsunartíminn var 15 mín. á mann. Þátttökurétt áttu öll börn og unglingar á grunnskólaaldri (1.-10. bekk). Þau sem búsett eru í Reykjavík (eru í grunnskólum Reykjavíkur) kepptu um þrenn verðlaun og unglingameistaranafnbótina/farandbikar. Börn og unglingar úr grunnskólum annarra sveitarfélaga voru velkomin að taka ...

Lesa meira »