Jóhann sigraði á fjölmennu fimmtudagsmóti



Jóhann H. Ragnarsson bar sigur úr býtum á síðasta fimmtudagsmóti vetrarins sem Taflfélag Reykjavíkur stóð fyrir í fyrrakvöld. Jóhann hlaut 8,5 vinning úr níu skákum en hann var með forystu allan tímann og leyfði aðeins jafntefli gegn Kristjáni Erni Elíassyni í sjöttu umferð. Júlíus L. Friðjónsson varð annar með 8 vinninga en í þriðja sæti með 6 vinninga var Sverrir Sigurðsson.

Úrslit:

Place Name                           Feder Rtg Loc Score M-Buch. Buch.   1   Jóhann H. Ragnarsson,          8.5      37.5  49.5   43.0  2   Júlíus L. Friðjónsson,         8        34.0  44.5   38.0  3   Sverrir Sigurðsson,            6        33.5  44.0   30.04-6  Páll Snædal Andrason,          5.5      38.5  51.0   28.0      Sigurjón Haraldsson,           5.5      36.0  48.5   27.5      Elsa María Kristínardóttir,    5.5      33.0  43.5   29.57-13  Kristján Örn Elíasson,         5        40.0  52.5   30.0      Magnús Matthíasson,            5        36.0  45.0   28.0      Örn Stefánsson,                5        34.0  44.5   23.0      Halldór Pálsson,               5        32.5  40.0   26.5      Birkir Karl Sigurðsson,        5        29.5  39.5   21.0      Dagur Kjartansson,             5        29.0  35.5   18.0      Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir,  5        27.0  34.5   21.014   Magnús Kristinsson,            4.5      34.5  45.5   26.015-19 Þórir Benediktsson,            4        34.5  43.5   26.0      Guðmundur Kristinn Lee,        4        31.5  38.0   22.0      Finnur Kr. Finnsson,           4        29.0  35.0   21.0      Brynjar Steingrímsson,         4        28.5  36.0   18.0      Steinar Aubertsson,            4        27.5  34.0   17.020   Björgvin Kristbergsson,        3        23.5  29.0   10.021-23 Pétur Jóhannesson,             2        28.0  36.5   12.0      Halldór Skaftason,             2        28.0  34.5   10.0      Pétur Axel Pétursson,          2        27.0  34.5   13.024   Finnbogi Þorsteinsson,         0.5      26.0  33.0    1.5

 

Mótið var vel sótt en 24 keppendur mættu að þessu sinni og enn bættist í hóp nýrra andlita ásamt því að margir af fastagestum vetrarins létu einnig sjá sig. Um miðbik mótsins var gert hlé á taflmennskunni og keppendum boðið upp á pizzuveislu ásamt því sem Óttar Felix Hauksson, formaður TR, veitti verðlaun fyrir Unglingameistaramót Reykjavíkur sem fram fór í byrjun mánaðar. Það voru hinir ungu og efnilegu TR-ingar, Páll Snædal Andrason og Birkir Karl Sigurðsson sem fengu afhenta glæsilega eignabikara.

Að því loknu var komið að hápunkti kvöldsins en þá dró formaðurinn þrjú nöfn úr potti sem innihélt nöfn allra þeirra sem höfðu mætt á fimm eða fleiri mót í vetur. Á fjórða tug skákmanna af þeim rúmlega eitthundrað sem mætt hafa í vetur voru með í pottinum og voru líkurnar á því að vera dreginn út þeim mun meiri eftir því sem oftar hafði verið mætt. Í boði voru kr. 40.000, 20.000 og 10.000 og fór það svo að Andri Gíslason fékk 40.000 kr, Páll Snædal Andrason fékk 20.000 kr og það var síðan vel við hæfi að Kristján Örn Elíasson fengi 10.000 kr en hann hefur haft veg og vanda við stjórn mótanna í vetur og missti aðeins úr eitt mót af þeim 33 mótum sem voru haldin.

Stjórn TR vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í mótunum í vetur og vonast til að sjá sem flesta aftur þegar mótin hefjast á ný í september.