Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

111 ára afmælishóf T.R. – Anatoly Karpov heiðursgestur

  Taflfélag Reykjavíkur hélt í dag upp á 111 ára afmælið með afmæliskaffiboði fyrir boðsgesti í félagsheimili T.R. Klukkan 17 byrjuðu boðsgestir að streyma að og eftirvænting var í loftinu, því von var á heiðursgesti afmælisins, Anatoly Karpov, fyrrverandi heimsmeistara í skák.   Karpov lenti á Keflavíkurflugvelli í dag kl. 15 ásamt löndum sínum Vasily Papin stórmeistara og Michael Ivanov ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í TR fellur niður í kvöld

Fimmtudagsmót fellur niður í kvöld (6. október) vegna anna við undirbúning TR fyrir þátttöku í Íslandsmóti skákfélaga. Þar næsta fimmtudag (13. október) verður hins vegar örugglega mót, því þá verður stórmót í samvinnu við Vin, svipað og í fyrra, en þá voru rétt tæplega 80 manns með.

Lesa meira »

Jóhann og Guðmundur efstir í leikhléi á Haustmótinu

Jóhann H. Ragnarsson (2068) og Guðmundur Kjartansson (2314) eru efstir með 4 vinninga í a-flokki Haustmóts TR en fimmta umferð fór fram í kvöld.  Jóhann vann Tómas Björnsson (2162) í vel útfærðri sóknarskák og Guðmundur lagði Stefán Bergsson (2135).   Davíð Kjartansson(2291) er þriðji með 3½ vinning.  Nú verður vikuhlé á mótinu vegna Íslandsmóts skákfélaga.   Sjötta umferð fer fram á ...

Lesa meira »

Dagskrá Anatoly Karpovs

Dagskrá Anatoly Karpovs á meðan á dvöl hans stendur 6. – 10. október Koma Karpovs er samstarfsverkefni Taflfélags Reykjavíkur, CCP og MP banka Fimmtudagur 06. október 15.00 Anatoly Karpov lendir á Keflavíkurflugvelli 17.00 – 19.00 Móttaka fyrir Karpov í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12 fyrir boðsgesti. Þetta er jafnframt afmæliskaffiboð félagsins sem er 111 ára þennan dag. Föstudagur 07. október ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í TR fellur niður næsta fimmtudag

Fimmtudagsmót fellur niður næsta fimmtudag (6. október) vegna anna við undirbúning TR fyrir þátttöku í Íslandsmóti skákfélaga. Þar næsta fimmtudag (13. október) verður hins vegar örugglega mót, því þá verður stórmót í samvinnu við Vin, svipað og í fyrra, en þá voru rétt tæplega 80 manns með.

Lesa meira »

ANATOLY KARPOV TIL ÍSLANDS

Taflfélag Reykjavíkur, CCP og MP Banki standa að komu stórmeistarans Anatoly Karpov til ÍslandsAnatoly Karpov frá Rússlandi, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn besti skákmaður sögunnar, kemur til Íslands í byrjun október í tilefni af 111 ára afmæli Taflfélags Reykjavíkur. CCP, framleiðandi tölvuleiksins EVE Online, og MP Banki standa að heimsókninni ásamt Taflfélaginu, en fyrirtækin hafa áður starfað saman að ...

Lesa meira »

Guðmundur og Jóhann efstir í A. flokki

Jóhann H. Ragnarsson (2068) og Guðmundur Kjartansson (2314) eru efstir með 3 vinninga í a-flokki Haustmóts TR.  Fjórað umferð fór fram í dag.  Jóhann vann Stefán Bergsson (2135) Guðmundur gerði jafntefli við Þorvarð F. Ólafsson (2174).  Tómas Björnsson (2162) og Davíð Kjartansson (2291) eru í 3.-4. sæti með 2½ vinning.   Fimmta umferð fer fram á miðvikudag og hefst kl. 19:30.  ...

Lesa meira »

Guðmundur enn efstur í A flokki

Guðmundur Kjartansson (2314) er efstur með 2,5 vinning á Haustmóti TR að lokinni 3. umferð sem fram fór í kvöld.  Guðmundur gerði jafntefli við Davíð Kjartansson (2291).  Tómas Björnsson (2162), Jóhann H. Ragnarsson (2068) og Stefán Bergsson (2135) eru næstir með 2 vinninga.  Fjórða umferð fer fram á sunnudag og hefst kl. 14.  Stephen Jablon (1965) og Dagur Ragnarsson (1761) ...

Lesa meira »

Eiríkur K. Björnsson sigraði á fimmtudagsmóti

  Eiríkur K. Björnsson sigraði nokkuð örugglega (þó hann segi sjálfur frá) á fimmtudagsmóti í TR í gær. Þátttakendur voru ekki ýkja margir, enda Haustmót TR í gangi og telfdu allir við alla. Fyrir síðustu umferð var Eiríkur með fullt hús og þegar búin að tryggja sér sigur en Páll Andrason hafði betur gegn honum í lokaumferðinn og náði um ...

Lesa meira »

Guðmundur efstur í A flokki

Guðmundur Kjartansson (2314) vann öruggan sigur á Haraldi Baldurssyni (2010) í 2. umferð Haustmóts TR sem fram fór í kvöld.  Guðmundur er efstur með fullt hús.  Jóhann H. Ragnarsson (2068), sem vann Þór Valtýsson (2041) er annar með 1½ vinning.  Í öðrum skákum a-flokks vann Stefán Bergsson (2135) Björn Jónsson (2045) í snarpri sóknarskák og Davíð Kjartansson (2291) vann Sverri ...

Lesa meira »

Guðmundur sigrað Stefán

Guðmundur Kjartansson sigraði Stefán Bergsson í frestaðri skák úr 1. umferð sem fram fór í gærkvöldi. Guðmundur Kjartansson og Tómas Björnsson eru því efstir og jafnir í A flokki eftir fyrstu umferð. Önnur umferð fer fram á morgun og hefst hún kl. 19.30

Lesa meira »

Haustmótið hafið. Tómas vann Davíð

Fyrsta umferð Haustmóts TR fór fram í dag.  51 skákmaður tekur þátt.  Teflt er í 3 tíu manna flokkum og svo einum opnum flokki.   Tómas Björnsson (2162) tók snemmbúna forystu í a-flokki þegar hann vann Davíð Kjartansson (2291) í fyrstu umferð.  Öðrum skákum lauk með jafntefli nema að skák Guðmundar Kjartanssonar (2291) og Stefans Bergssonar (2135) var frestað fram ...

Lesa meira »

Skráningu í lokaða flokka lokið

Skráningu í lokaða flokka í HTR. er lokið. Hægt er að skrá sig í opinn flokk án skráningarforms til 14.00 á morgun.

Lesa meira »

Jón Úlfljótsson sigraði á fimmtudagsmóti

Jón Úlfljótsson sigraði eftir harða baráttu á fimmtudagsmóti í TR í gær. Reyndar urðu þrjú efst og jöfn; misstu öll niður einn vinning (hvert fyrir öðru á víxl) en Jón tók þetta nokkuð örugglega á stigum. Úrslit urðu annars sem hér segir:1-3       Jón Úlfljótsson                                6              Eiríkur K. Björnsson                       6                     Elsa María Kristínardóttir               6        4-5     Jon Olav Fivelstad                            ...

Lesa meira »

Nýir félagsmenn í T.R. og fleiri viðburðir vikunnar!

  Vikan sem nú er á enda var á ýmsan hátt viðburðarík hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Félaginu áskotnaðist liðsauki 12 erlendra skákmanna sem koma frá Rússlandi, Ungverjalandi, Azerbaijan, Ísrael, Bandaríkjunum, Úkraínu, Hollandi, Danmörku og Færeyjum.   Það er mér mikil ánægja að kynna eftirfarandi skákmeistara sem nýja félagsmenn í T.R og bjóða þá sérstaklega velkomna í félagið.: GM Anatoly Karpov, fyrrverandi ...

Lesa meira »

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2011

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2011 hefst sunnudaginn 25. september kl.14. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti og er það flokkaskipt. Mótið er öllum opið. Teflt er í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12, á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Alls verða tefldar 9 skákir í ...

Lesa meira »

Skráningarform fyrir Haustmót T.R

Nú er komið upp skráningarform fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur sem hefst 25 september. Skráning fer fram á heimasíðu félagsins.  Nánari upplýsingar um mótið síðar. Hægt er að fylgjast með skráningu hér.

Lesa meira »

Eiríkur K. Björnsson sigraði á fyrsta fimmtudagsmótinu

Skákstjórinn hafði sigur á fyrsta fimmtudagsmóti vetrarins. Að þessu sinni var teflt í húsnæði Skáksambands Íslands því verið var að stilla upp í húsakynnum TR fyrir Norðurlandamót öldunga sem hefst þar á laugardaginn eins og fram hefur komið í fréttum. Fimmtudagsmótið var fámennt að þessu sinni en afskaplega góðmennt, andrúmsloft vinalegt en þó þrungið keppnisanda, eins og jafnan. Úrslit í ...

Lesa meira »

Vetrarstarf T.R. hafið!

Vetrarstarf Taflfélags Reykjavíkur er nú hafið eftir gott sumarfrí. Að venju var það Stórmót T.R. og Árbæjarsafns sem markaði upphafið og fór það fram í blíðskaparveðri 14. ágúst sl. Því næst var það Borgarskákmótið í Ráðhúsinu á 225 ára afmælisdegi Reykjavíkurborgar 18. ágúst. Þetta mót er samstarfsverkefni T.R. og Hellis. Skákæfingarnar. Fyrsta skákæfingin fyrir börn fædd 1999 og síðar er ...

Lesa meira »